01.05 2008 23:34:33
Fyrstu þrjá daga þessarar viku voru haldnir svonefndir Ólympíuleikar á vinnustaðnum mínum. Þeir náðu hámarki í gær, þar sem keppt var í (að mínu mati) skemmtilegustu greinunum. Má þar til að mynda nefna tvítafl, en í því keppa tveir á móti tveimur í hvert skipti – tvær skákir samhliða. Þeir sem eru saman í liði […]
Flokkar: daglegt líf, vinna | Ein skitin athugasemd »
[ Hoppa á toppinn ]
12.10 2007 11:07:10
Ég gerði mistök í vinnunni – þannig að ég þarf að bera hinn svokallaða skammarhjálm í klukkutíma. Þetta er appelsínugulur verkamannahjálmur. Hressandi.
Flokkar: vinna | 7 athugasemdir »
[ Hoppa á toppinn ]
01.05 2007 12:19:08
Þetta er í fyrsta skiptið sem ég er í vinnunni 1. maí – alla vega svo ég muni eftir. Frekar fámennt hérna og afslappandi, en ég vona að þetta verði ekki að reglu.
Flokkar: vinna | Grafarþögn »
[ Hoppa á toppinn ]
28.02 2007 18:50:11
Ég var að uppgötva að ég get stofnað reikninga í netbankanum mínum. Þetta er víst ný virkni. Ég nýtti mér þetta til að stofna verðtryggðan sparnaðarreikning með löngum binditíma – er ég ekki skynsamur? Þá er bara að sjá hvernig ég stend mig í að leggja inn. Mér er bara farið að þykja helvíti vænt […]
Flokkar: daglegt líf, vinna | Grafarþögn »
[ Hoppa á toppinn ]
15.01 2007 14:39:14
… var fín. Föstudagurinn var einstaklega afslappaður, enda fór ég snemma á fætur á laugardagsmorgni til að mæta á langan starfsdag í vinnunni. Hann var áhugaverður; þarna fluttu ýmsir stjórnendur og annað starfsfólk áhugaverða fyrirlestra um starfsemi upplýsingatæknisviðsins. Svo mætti Jón Gnarr og hélt hugvekju sem var bæði fyndin og fræðandi. Inntakið í henni var […]
Flokkar: daglegt líf, vinna | 5 athugasemdir »
[ Hoppa á toppinn ]
12.01 2007 09:16:54
Í morgun vaknaði ég mjög snemma í tvennum tilgangi. Í fyrsta lagi átti hæðin mín að sjá um vikulegt morgunkaffi í dag, og í síðara lagi þarf ég að hitta á yfirmann tölvusviðs til að láta hann skrifa undir umsókn mína um rafrænt auðkenni. Hann hafði sagt líklegt að hann yrði við snemma. Þegar á […]
Flokkar: vinna | 2 athugasemdir »
[ Hoppa á toppinn ]
20.11 2006 16:09:15
Ég var að frétta að Kántrísveit Baggalúts kom fram á síðustu árshátíð fyrirtækisins sem ég vinn núna hjá. Ég hefði betur hafið störf hér fyrr … en svo má auðvitað alltaf vona að sveitin endurtaki leikinn næst.
Flokkar: baggalútur, vinna | Grafarþögn »
[ Hoppa á toppinn ]
07.11 2006 10:54:01
Á vinnustaðnum mínum má finna bolla með merki fyrirtækisins á, ásamt textanum Coffee stimulates your thinking. Þetta finnst mér sýna mjög ríkan skilning á á þörfum og viðhorfum hins almenna launaþræls. Hér fæst kaffið líka í stríðum bunum, malað úr baunum. Það besta er að hér þarf starfsfólk ekki að kaupa og koma með sínar […]
Flokkar: vinna | Ein skitin athugasemd »
[ Hoppa á toppinn ]
01.11 2006 19:24:23
Kæra dagbók: Í dag hóf ég feril minn sem bankastarfsmaður. Þetta er fínn staður; allir þarna eru með tvo 17″ flatskjái á mann, og hafa fullt frelsi til að nota alnetið eins og þeim sýnist. Ég fór þó hóflega í slíkt, en eyddi deginum að mestu leyti í að lesa mér til um vinnuferli og […]
Flokkar: vinna | 4 athugasemdir »
[ Hoppa á toppinn ]
31.10 2006 10:12:05
Í dag er síðasti dagurinn í vinnunni. Svo er fyrsti dagurinn í næstu vinnu á morgun. Ég get ekki sagt annað en að þetta hafi verið gaman í þessi tvö ár sem ég hékk hérna. Ég fékk meira að segja að fara til Skotlands tvisvar og vinna þar. Ég mæli eindregið með slíkum ferðum. Þær […]
Flokkar: vinna | 5 athugasemdir »
[ Hoppa á toppinn ]