Þá er það ákveðið

Athugasemdir

 1. Já, stefna þeirra VG er frekar öfgakennd þessa dagana. Ég er sjálf ekki hlynt þessari stjórnsemi. Allt má nú ofgera.

  Nornin — 26/02/2007 @ 22:43

 2. Amm, ég var að hugsa um einmitt að kjósa VG. En eftir orð Steingríms J. Þá er maður að fyllast efarsemdar. Það fer nú að styttast í kosningar og flokkarnir fara að fínpússa stefnur sínar. Aldrei að vita að Steingrímur hætti við Siðferðislögregluna sína.

  Tryggvi — 27/02/2007 @ 08:58

 3. Það var eins og VG hefðu PR-fulltrúa frá einhverjum öðrum flokki.
  Það heyrðist lítið í þeim í langan tíma (nema hin hefðbundnu mótmæli við öllu), og á meðan hirtu þeir upp stóran hluta af „óánægjufylginu“ með stefnu sinni í umhverfismálum og fleira í þeim dúr.
  Síðan komast þeir upp fyrir 20% í skoðanakönnum og þá fara að koma yfirlýsingar sem stærstum hluta þjóðarinnar (ef ekki 90%) finnst hreinlega út í hött.

  Hvað á maður eiginlega að kjósa ef maður getur ekki kosið mömmu sína?

  Steinríkur — 27/02/2007 @ 14:31

 4. Já, ég skal styðja mömmu þína Þarfi! Engin spurning.

  B. Ewing — 27/02/2007 @ 15:48

 5. Sammála þér, ætlaði að kjósa VG en er nú efins… veit þó ekki hvort ég kjósi Samfylkinguna… djöfull verður þetta erfitt val í vor…

  Skabbi — 28/02/2007 @ 09:13

 6. VG hröpuðu verulega í áliti hjá mér við þessar fréttir. Skila sennilega auðu.

  Kondensatorinn — 28/02/2007 @ 21:31

 7. Það er svolítið kómískt að sjá það ‘sjokk’ er landsfundur Vg virðist valda hjá mörgum því sje litið á ‘bakgrunn’ Vg væri þvert á móti mjög óvænt ef þetta væri ekki stefnan. Þarna er aðallega um að ræða róttækari hluta Alþýðubandalagsins og Kvennalistans, reyndar í bland við nýtt fólk, en þeir flokkar (sjer í lagi Alþýðubandalagið) voru oft svona. Hófsamari hlutar þessara flokka runnu hinsvegar inn í Samfylkinguna. Þar er svona viðhorf reyndar líka að finna en eigi hjá jafn mörgum. Það að lesa yfir hverjir voru kosnir í flokksráð Vg sýnir þetta líka vel, þar er m.a. að finna ekta ‘komma’ á borð við Ragnar Stefánsson, Birnu Þórðardóttur, Óla komma o.fl.

  Það er því ekkert óvænt við þetta.

  Vlad — 01/03/2007 @ 10:40

 8. Já, stundum vantar smá söguskoðun. Svo vill maður líka alltaf trúa því að fólk lagist með tímanum. Svo er augljóslega ekki alltaf tilfellið.

  Þarfagreinir — 05/03/2007 @ 12:46

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>

Loka glugganum.