Ósannindi á vefi Björgólfs Thors

Athugasemdir

 1. Svo má ekki gleyma þætti efnahagsráðgjafa forsætisráðherra, sem fullyrti að ríkið myndi borga ef til þess kæmi.
  Landsbankinn hlýtur að hafa vitað af því, en nennti ekki að leiðrétta þá rangfærslu – þögn er sama og samþykki og allt það…

  Einar Jón — 30/08/2010 @ 03:33

 2. Já, samkvæmt söguskýringunni á Björgólfsvefnum hefur téður ráðgjafi væntanlega tekið upp á þessu algjörlega upp á eigin spýtur, líkt og allir embættismenn sem stunduðu þá vitleysu að halda því fram að ríkið bæri ábyrgð á innstæðum.

  Annars þá má lesa ummæli hins bankastjórans, Sigurjóns Þ. Árnasonar, í skýrslu RNA neðarlega hér. Þetta er auðvitað, líkt og ummæli Halldórs J., látið falla eftir hrun, og nánar til tekið eftir 6. október. Þarna fer ekki beint fyrir meintri vissu hjá Sigurjóni um að ‘innistæður viðskiptavina bankans væru á ábyrgð bankans og þær fyrst og fremst tryggðar með eignum hans.’ …

  Þarfagreinir — 30/08/2010 @ 09:51

 3. Skondið…

  Merkilegir þessir menn sem halda að við lifum í Oceaníu Orwells og það sé nóg að endurskrifa söguna á nokkrum stöðum til að breyta staðreyndum.

  Einar Jón — 30/08/2010 @ 12:19

 4. Einmitt – og hér sést enn einu sinni hversu mikilvæg skýrsla rannsóknarnefndarinnar er. Í henni er að finna á einum stað gott samansafn tiltölulega hlutlausra staðreynda sem erfitt er að draga í efa. Ef ekki væri fyrir hana væri örugglega enn verið að deila um spunarugl á borð við það sem Björgólfur Thor býður okkur núna upp á, en þökk sé skýrslunni er lítið mál að hrekja það. Það er samt mjög mikilvægt að fólk muni eftir skýrslunni og lesi hana almennilega.

  Þarfagreinir — 30/08/2010 @ 14:00

 5. Jamm. Þetta er aumkunarverð tilraun hjá Bjögga að reyna að fegra sannleikann. Rétt eins og Sigurður Einarsson mætti þessi maður drukkna í eigin skít. Ekki myndi ég gráta það.

  Sjonni — 30/08/2010 @ 17:44

 6. Skemmtilegt nokk þá hafa smáfuglarnir á AMX einmitt sömu vitleysuna eftir engum öðrum en Kjartani Gunnarssyni í dag. Þá er nú gaman að vera búinn að forhrekja hana …

  Þarfagreinir — 30/08/2010 @ 17:59

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>

Loka glugganum.