31.10 2006 10:12:05
Í dag er síðasti dagurinn í vinnunni. Svo er fyrsti dagurinn í næstu vinnu á morgun. Ég get ekki sagt annað en að þetta hafi verið gaman í þessi tvö ár sem ég hékk hérna. Ég fékk meira að segja að fara til Skotlands tvisvar og vinna þar. Ég mæli eindregið með slíkum ferðum. Þær […]
Flokkar: vinna | 5 athugasemdir »
[ Hoppa á toppinn ]
29.10 2006 19:58:00
Ég mæli alveg mjög svo eindregið með Last.fm. Þetta er einn sá besti vefur sem fyrirfinnst á alnetinu. Raunar er þetta margt fleira en bara vefur; þarna eru heilar útvarpsstöðvar sem hlusta má á og erfitt er að fá leið á. Sérstaklega þegar maður hlustar á útvarpsstöðina sem er búin til út frá því hvaða […]
Flokkar: ráðgjöf, tónlist | 2 athugasemdir »
[ Hoppa á toppinn ]
27.10 2006 20:15:42
Í dag fékk ég endurgreiðslu af tryggingunum á Benzinum gamla. Ég hafði steingleymt að ég ætti hana inni. Nú er ég svei mér þá ágætlega settur fjárhagslega. Eitt það skemmtilegasta sem fyrirfinnst í tilverunni eru óvæntir aurar.
Flokkar: fjármál | Ein skitin athugasemd »
[ Hoppa á toppinn ]
26.10 2006 16:02:51
Leitinni er lokið í bili. Ég mun hefja störf sem forritari í banka um næstu mánaðamót. Þetta verður aðeins stærra og ólíkara umhverfi frá því sem ég hef vanist undanfarin tvö ár, þannig að ég er spenntur fyrir þessu. Þarna er auðvitað alveg nóg af peningum til að spreða, og þarf ég því væntanlega að […]
Flokkar: vinna | 6 athugasemdir »
[ Hoppa á toppinn ]
25.10 2006 21:41:08
Dyrasíminn hringdi áðan. Ég átti ekki von á neinum og svaraði því (ég svara sjaldnast ef ég á von á einhverjum). Þar heyrðist í einhverjum kalli sem hljómaði mjög svo ölvaður. Hann sagðist vera frændi einhvers Halla (eða Lalla – sem gæti passað betur þar sem það er ennþá annað nafnið á bjöllunni minni; ég […]
Flokkar: súrleiki | Ein skitin athugasemd »
[ Hoppa á toppinn ]
24.10 2006 20:35:38
Fyrirtækið sem ég fór í viðtal hjá í síðustu viku hætti síðan við að ráða. O jæja. Fyrirhuguð eru núna hvorki meira né minna en þrjú viðtöl, og án efa fleiri á leiðinni. Ég er að segja það; atvinnuástandið er ótrúlega gott.
Flokkar: vinna | 2 athugasemdir »
[ Hoppa á toppinn ]
23.10 2006 15:01:12
… er á góðri leið með að leysast upp í ömurleika. Það er sorglegt, því að mér þykir gríðarlega vænt um þann vef. Ég vona að þetta batni með tímanum, en eins og er þá er ég svartsýnn.
Flokkar: baggalútur | 10 athugasemdir »
[ Hoppa á toppinn ]
21.10 2006 14:00:58
Færslan hér neðar um Eldrefsviðbæturnar var einungis mér einum sýnileg í kerfinu þangað til ég komst að því rétt áðan og leiðrétti málið. Svona er að skipta yfir í nýtt kerfi. WordPress er mjög fínt, en ég hef augljóslega ekki lært alveg nógu vel á það enn þá.
Flokkar: bloggið | Grafarþögn »
[ Hoppa á toppinn ]
21.10 2006 12:01:20
Ég fór með bílinn á verkstæði. Verkstæðiskallinn var mjög hjálplegur. Hann sagði mér hvað af því sem laga þurfti hann gæti sjálfur lagað, að dekkin þyrfti að laga á dekkjaverkstæði, og pústið á pústverkstæði. Ég fór því með hann á pústverkstæði fyrst, en svo heppilega vill til að eitt slíkt er í sömu götu og […]
Flokkar: bílar | Grafarþögn »
[ Hoppa á toppinn ]
19.10 2006 10:33:11
Margir hafa skrifað á gagnvarpinu um góðar Eldrefsviðbætur áður (Eldrefurinn er annars þetta hér) þar með talið ég. Hins vegar hefur sitthvað breyst í þeim efnum síðan ég ritaði um þær síðast. Hér kemur því glæný upptalning á þeim viðbótum sem ég nota hvað mest: Adblock Þetta er skyldueign. Leiðist þér að hafa 10 hreyfimyndir […]
Flokkar: nörd, ráðgjöf | 3 athugasemdir »
[ Hoppa á toppinn ]