Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Tiltekt

Ég gerði nokkuð sem var líklega löngu tímabært áðan – ég tók vandlega til í ‘draslherberginu’. Það er annað af tveimur svefnherbergjum í íbúðinni, en þar sem ég þarf bara eitt slíkt, þá breyttist þetta í herbergi þar sem ég tróð einfaldlega öllu því drasli sem ég nennti ekki að fara með niður í geymslu. Flöskum, dósum, pappakössum …

Sumir myndu kalla þetta leti, og margt væri til í því. Núna stendur hins vegar til að hingað komi inn nýtt (reyndar hundgamalt) sófasett, og þá verður svefnsófinn að fara annað. Anna, sem stendur fyrir þessum framkvæmdum, lagði til að hann færi í draslherbergið, og það gæti þá verið gestaherbergi. Þetta er prýðisgóð hugmynd, enda er svefnsófinn ekki mjög þægilegur að sitja í, hvað þá að liggja yfir sjónvarpi eða tölvunotkun.

“Tiltekt”

  1. Nornin sagði:

    Þá get ég drukkið meira í partýum hjá ykkur og dáið inn í gestaherberginu hahahahaahahaha!

  2. Þarfagreinir sagði:

    Já, það er allt til reiðu. 🙂

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>