Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Tvisturinn

Hérna er merkileg frétt.

Ég vek sérstaka athygli á þessari línu:

Exciting times for the Amarok project – the 2.0 release (perhaps as soon as this summer) will run natively on Linux, OS X and Windows!

Þar sem Amarok er, að mínu mati, langbesta tónlistarspilunarforrit sem til er, ætti þetta með réttu að kæta margan þann sem notar ekki Linux. Amarok hefur hingað til nefnilega eingöngu verið til fyrir Linux. Að vissu leyti er leiðinlegt að ég mun bráðum lengur ekki geta montað mig af því að vera í þeim litla forréttendahópi sem getur notað þetta eðla forrit, en auðvitað gleðst ég um leið fyrir hönd þeirra sem munu fá að njóta þessa rjóma tónlistarspilaranna. Þetta þýðir líka að þá get ég notað Amarok í vinnunni.

Ég mun minna ykkur á um leið og Amarok 2 kemur út og skipa ykkur að ná í forritið og prófa það, en núna verð ég að láta mér nægja að skipa ykkur að hafa þetta í huga.

“Tvisturinn”

  1. Nornin sagði:

    Djöfull er ég ánægð með þetta. Ég er búin að fá ógeð á WMP og Winamp líka… veit ekkert hvað ég á að nota fyrir tónlistina mína :-/

    Ég treysti á þig með að minna mig á Amarokið :-)

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <strike> <strong>