Jesúsarkempan
12.02 2007 13:57:43
Ég horfði á hina stórmerku mynd Jesus Camp í gær. Hún er frekar hrikaleg áhorfs og gefur innsýn í skuggalegan heim þar sem börn eru heilaþvegin til þröngsýni og vægast sagt frumstæðrar heimssýnar. Ótrúlegt að þetta sé til í nútímavelmegnunarsamfélagi.
Eitt súrasta atriðið af mörgum súrum atriðum fann ég síðan á netinu – það getið þið séð hérna. Ég veit ekki með ykkur, en ég gjörsamlega missti andlitið þegar ég sá þetta.
Það er sannarlega margt skrýtið í kýrhausnum.
12. febrúar 2007 kl. 20:46
reminds me of this one time at Band Camp..
12. febrúar 2007 kl. 23:58
Jahérna hér. Og þetta er fólkið sem vill kveða niður bókstafstrú hjá múslimum.
Hvað varð annars um boðorðið þar sem kemur fram að maður eigi bara að trúa á einn guð og hafna allri skurðgoðadýrkun? Ég er viss um að þeir sem páruðu niður boðorðin hér í denn hefðu líka sett inn klausu um pappafólk, ef þá hefði grunað eitthvað um framfarir í prentiðnaði skrilljón árum seinna.
Hvurslags hvurslags. Maður líttu þér nær, segi ég nú bara.
13. febrúar 2007 kl. 00:51
Já, þetta er svakaleg bíómynd, sá hana um daginn. Eiginlega ein rosalegasta hryllingsmynd sem ég hef séð því þessi börn munu vaxa úr grasi og verða alveg jafn kolrugluð og hættuleg og þessi kerling sem stendur fyrir þessu… og það án þess að nokkur kippi sér upp við það!
13. febrúar 2007 kl. 05:12
harry potter er ekki vinsæll í þessum búðum:
http://www.youtube.com/watch?v=uOIYsGVyg8M&NR
13. febrúar 2007 kl. 18:12
Já, það er margt ljótt í þessari mynd.
Hérna er dæmigert röfl um samkynhneigð og hvað hún er nú andstyggileg. Skemmtilegt nokk þá reyndist þessi kall síðan ekki vera alveg ‘syndlaus’ í þeim málum.
14. febrúar 2007 kl. 02:14
Ég hef sjaldan kviðið jafn mikið fyrir framtíðinni og þegar ég horfði á hana.