Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Spamæta

Eins og sjá má neðst á síðunni, þá setti ég á bloggið mjög svo öfluga spamætu; Spam Karma 2. Ekki það að ég hafi nokkurn tímann fengið spam hingað inn; Akismet, sem er innbyggt í WordPress, hefur staðið sig vel í að éta slíkt ógeð hingað til. Hins vegar varð mér um og ó um daginn þegar ég fékk um það bil 10 spamathugasemdir á einum sólarhring – allur er varinn góður og allt það. Þar að auki er hægt að fá Akismet ‘plugin’ fyrir Spam Karma 2 til að nýta báðar æturnar samhliða. Þetta gerði ég, og þetta virkar allt ljómandi fínt. Reyndar er tilkynnt tala étinna spamathugasemda allt of há, en það helgast af því að ég renndi öllum gömlu athugasemdunum í gegnum ætuna, og slatti þeirra var greindur sem spam. Ég þurfti því að leiðrétta það handvirkt. Ég mæli því ekki með því að þessi æta sé notuð á gamlar athugasemdir, því að á þær er ekki hægt að beita ýmsum aðferðum á borð við javascript-trikk í forminu.

Ætan hefur hins vegar svínvirkað á þær spamathugasemdir sem hafa borist hingað eftir að ég setti hana upp. Vonandi munu síðan allir amlóðar sem standa fyrir spammi drepast kvalarfullum dauðdaga – þá helst fyrr en síðar. Og nei, ég tel þetta ekki orðum aukið miðað við hversu ömurlegt, heimskulegt og niðurdrepandi fyrirbæri spam er.

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>