Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Betl

Íslenskir pólitíkusar fara nú betlandi eftir ölmusum þar sem Kanarnir eru ekki lengur hér til að ‘halda uppi vörnum’.

Ég verð að segja að mér þykir það ansi mikil hræsni að við Íslendingar skulum í sífellu hreykja okkur af því að við erum herlaus þjóð, en síðan virðast stjórnvöld ekki geta treyst sér til annars en að fá einhverja, bara einhverja, erlenda þjóð til að setja hingað fjármagn og mannskap til að halda uppi hernaðarmannvirkjum og viðbúnaði. Af hverju í fjáranum gerum við þetta ekki bara sjálf ef þetta er svona bráðnauðsynlegt?

Einnig þykir mér skondið að alltaf sé talað um ‘samstarfsríki’, eins og um tvíhliða samband sé að ræða þar sem báðir aðilar hagnast. Hvað gáfu Íslendingar svo sem Könunum í skiptum fyrir alla peningana sem þeir dældu hingað?

Ó já, ég gleymdi … afdráttarlausan stuðning við hvað það sem Könunum datt í hug að gera. Afsakið.

“Betl”

  1. Steinrí­kur sagði:

    En nú höfum við stuðning bandaríkjamanna „á ófriðartímum“, svo að við þurfum bara stuðning á friðartímum…

    Er þetta ekki eins og að leita að lækni til að sjá um mann þegar maður er frískur?
    Spyr sá sem ekki veit.

  2. Þarfagreinir sagði:

    Ef læknirinn á nógu mikið af dópi handa manni gæti það verið gaman.

Ég hef þetta að segja:

XHTML: Þú mátt nota eftirfarandi tög: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>