Ég mun kjósa Samfylkinguna í vor. Ég íhugaði á tímabili að kjósa hin Vinstri grænu, þar sem þaðan hefur margt gott komið undanfarið, en á mig runnu sko aldeilis tvær grímur um síðustu helgi – þær hafa ekki horfið enn og gera það varla í bráð.

Vinstri græn virðast vera einum of stjórnsamur og ófrjálslyndur flokkur fyrir minn smekk … þó markmið þeirra séu göfug í hið heila þykir mér aðferðirnar sem þau leggja til í mörgum tilfellum allt of róttækar og óraunhæfar. Þetta á sérstaklega við tillögur þeirra í kvenfrelsismálum, sem meira að segja mörgum konum sem ég þekki þykir glapræði. Það ætti að segja sitthvað um gæði þeirra. Tillagnanna þá, ekki téðra kvenna.

Það auðveldar líka valið allverulega að mamma er í framboði fyrir Samfylkinguna, og það meira að segja í mínu kjördæmi.

Gott að þetta er komið á hreint.

8 thoughts on “Þá er það ákveðið

 1. Já, stefna þeirra VG er frekar öfgakennd þessa dagana. Ég er sjálf ekki hlynt þessari stjórnsemi. Allt má nú ofgera.

 2. Amm, ég var að hugsa um einmitt að kjósa VG. En eftir orð Steingríms J. Þá er maður að fyllast efarsemdar. Það fer nú að styttast í kosningar og flokkarnir fara að fínpússa stefnur sínar. Aldrei að vita að Steingrímur hætti við Siðferðislögregluna sína.

 3. Steinríkur says:

  Það var eins og VG hefðu PR-fulltrúa frá einhverjum öðrum flokki.
  Það heyrðist lítið í þeim í langan tíma (nema hin hefðbundnu mótmæli við öllu), og á meðan hirtu þeir upp stóran hluta af „óánægjufylginu“ með stefnu sinni í umhverfismálum og fleira í þeim dúr.
  Síðan komast þeir upp fyrir 20% í skoðanakönnum og þá fara að koma yfirlýsingar sem stærstum hluta þjóðarinnar (ef ekki 90%) finnst hreinlega út í hött.

  Hvað á maður eiginlega að kjósa ef maður getur ekki kosið mömmu sína?

 4. Sammála þér, ætlaði að kjósa VG en er nú efins… veit þó ekki hvort ég kjósi Samfylkinguna… djöfull verður þetta erfitt val í vor…

 5. Kondensatorinn says:

  VG hröpuðu verulega í áliti hjá mér við þessar fréttir. Skila sennilega auðu.

 6. Það er svolítið kómískt að sjá það ‘sjokk’ er landsfundur Vg virðist valda hjá mörgum því sje litið á ‘bakgrunn’ Vg væri þvert á móti mjög óvænt ef þetta væri ekki stefnan. Þarna er aðallega um að ræða róttækari hluta Alþýðubandalagsins og Kvennalistans, reyndar í bland við nýtt fólk, en þeir flokkar (sjer í lagi Alþýðubandalagið) voru oft svona. Hófsamari hlutar þessara flokka runnu hinsvegar inn í Samfylkinguna. Þar er svona viðhorf reyndar líka að finna en eigi hjá jafn mörgum. Það að lesa yfir hverjir voru kosnir í flokksráð Vg sýnir þetta líka vel, þar er m.a. að finna ekta ‘komma’ á borð við Ragnar Stefánsson, Birnu Þórðardóttur, Óla komma o.fl.

  Það er því ekkert óvænt við þetta.

 7. Þarfagreinir says:

  Já, stundum vantar smá söguskoðun. Svo vill maður líka alltaf trúa því að fólk lagist með tímanum. Svo er augljóslega ekki alltaf tilfellið.

Leave a Reply to Vlad Cancel Reply

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes:

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>