Ljóta Google

Er einhver með haldbæra skýringu á því af hverju þetta er sú síða sem birtist fyrst þegar maður leitar að ‘Þarfagreinir’ á google?

Ég fékk mér nýtt lén í dag, og kann ég Gvendi skrýtna góðar þakkir fyrir að hafa bent mér á góðan hýsingarkost.

Það er auðvitað bráðnauðsynlegt fyrir alla sanna njerði að hafa sitt eigið lén. Hér get ég líka gert ýmislegt, eins og að fikta í PHP og MySQL. Mjög gaman.

Það versta er þó að ekki er hægt með góðu móti að flytja bloggfærslur af Blogger Beta yfir á WordPress, sem ég er að nota hérna. Ég sé mikið eftir því að hafa skipt yfir í Blogger Beta, þar sem ég nota enga fítusa þaðan, og það er ekki hægt að fara til bara í gamla Blogger. Svo er það þetta. Vonandi verður innan skamms boðið upp á að flytja með einföldum hætti á milli. Best væri auðvitað ef það væri hægt að flytja út úr Blogger Beta með XML eða einhverju álíka.

O jæja.