Mér finnst einstaklega bjánalegt þegar fólk notar einkabílnúmer til að fá sér eldgamla númerið sem það var einu sinni með. Þetta er alveg einstaklega mikil sóun á peningum.
Og af hverju eru það svo oftast leigubílstjórar sem gera þetta?
Mér finnst einstaklega bjánalegt þegar fólk notar einkabílnúmer til að fá sér eldgamla númerið sem það var einu sinni með. Þetta er alveg einstaklega mikil sóun á peningum.
Og af hverju eru það svo oftast leigubílstjórar sem gera þetta?
Algrímur fylgir mér venjulega eftir eins og skugginn þegar ég er heima. Þess vegna verður hann pirraður þegar ég fer í sturtu, því að þá verður hann að húka hjá sturtunni og bíða þess að ég ljúki mér af. Annað tilhlökkunarefni fyrir hann er að þegar sturtunni lýkur verður eftir smá vatn í baðkarinu sem hann getur lapið af. Því miður kom það honum illa í morgun að óvenju mikið vatn hafði safnast saman; mig grunar að smávegis stífla hafi myndast í niðurfallinu, en það er önnur saga. Algrímur var sum sé fljótur að stökkva til og ofan í baðkarið, beint ofan í vatnið.
Það skondasta við þetta var að hann gerði ekkert í þessu. Hann stóð bara með lappirnar í vatninu þangað til ég sá aumur á honum og tók hann þaðan. Ég hef einu sinni áður séð kött detta ofan í baðkar, og þá var eins og hann hefði aldrei snert vatnsyfirborðið – hann rauk bara strax í burtu á einhvern yfirnáttúrulegan hátt. Algrímur virðist hins vegar hafa orðið fyrir svo miklu áfalli að hann gat sig hvergi hrært. Nema þá að honum finnist gaman að busla í vatni, en miðað við fyrri athuganir mínar er það ólíklegt.