Dularfullt

Í morgun vaknaði ég við það að mér heyrðist í svefnslitrunum að farsíminn minn væri að hringja einhvers staðar í íbúðinni. Ég vaknaði, og heyrði þá hann ekki lengur hringja, en fann hann ekki inni í svefnherbergi. Ég skrapp því inni í stofu, þar sem ég fann símann. Hins vegar bar hann þess engin merki að hann hafi verið að hringja. Mig hefur þá líklega dreymt það. Stórmerkilegt alveg hreint.