Ég fer í mitt fyrsta atvinnuviðtal í um það bil tvö ár á morgun. Þetta er frekar spennandi allt saman. Um er að ræða stórt, þekkt, og gamalt fyrirtæki í bransanum. Það gæti verið áhugavert að prófa að vinna í slíku umhverfi, svo lengi sem því er vel stjórnað. Eitt það versta sem til er, samkvæmt minni reynslu, er nefnilega illa stjórnað fyrirtæki. Það eru fá takmörk fyrir þeim ömurleika sem skapast af því.

Hvernig getur maður annars komist að því hvort fyrirtæki er vel stjórnað áður en maður hefur störf þar?