Dyrasíminn hringdi áðan. Ég átti ekki von á neinum og svaraði því (ég svara sjaldnast ef ég á von á einhverjum). Þar heyrðist í einhverjum kalli sem hljómaði mjög svo ölvaður. Hann sagðist vera frændi einhvers Halla (eða Lalla – sem gæti passað betur þar sem það er ennþá annað nafnið á bjöllunni minni; ég hef ekki skipt um spjald þar enn). Svo sagði hann eitthvað fleira sem ég náði ekki alveg sökum þvoglumælgi hans, en ég held að hann hafi verið að lýsa því að Halli, eða Lalli, þessi væri með þunnt hár. Ég sagði einfaldlega að hann byggi ekki hér og lagði á. Meira hef ég ekki heyrt frá þessum ölvaða og ókunnuga manni.