Ég mæli alveg mjög svo eindregið með Last.fm. Þetta er einn sá besti vefur sem fyrirfinnst á alnetinu. Raunar er þetta margt fleira en bara vefur; þarna eru heilar útvarpsstöðvar sem hlusta má á og erfitt er að fá leið á. Sérstaklega þegar maður hlustar á útvarpsstöðina sem er búin til út frá því hvaða smekk maður hefur. Ég hlusta mjög mikið á hana þessa dagana og það er óalgengt að þar heyrist eitthvað sem mér líkar ekki við. Tær snilld.