Í dag er síðasti dagurinn í vinnunni. Svo er fyrsti dagurinn í næstu vinnu á morgun.

Ég get ekki sagt annað en að þetta hafi verið gaman í þessi tvö ár sem ég hékk hérna. Ég fékk meira að segja að fara til Skotlands tvisvar og vinna þar. Ég mæli eindregið með slíkum ferðum. Þær eru hressandi, þó að maður þurfi að vinna.

Það er að minnsta kosti næsta víst að þessi staður er margfalt betri en sá sem ég vann á þar áður. Þeim vinnustað er þó mjög auðvelt að slá við. Það væri skemmtilegra að vera ræstitæknir en að vinna þar – og án efa betur borgað líka. En það er allt í fortíðinni núna. O sei sei já.