Ég keypti gamlan Dell-jálk og hef sett upp CentOS á honum. Vélinni hef ég gefið nafnið Stephenson, samkvæmt þeirri venju minni að nefna tölvurnar mínar eftir rithöfundum. Það gengur auðvitað ekki annað en að hafa kerfi á þessu, sérstaklega núna þar sem ég er kominn með alvöru LAN. Aðaltilgangur með tilvist Stephensons verður gagnageymsla, en svo er aldrei að vita hvað mér dettur í hug að troða á hann til að leika mér með. Með honum fylgdi allstór skjár, og lyklaborð og mús, en ég þarf ekki mikið að nota þær græjur núna eftir að ég setti hlutina upp þannig að ég get tengst honum annars staðar frá í gegnum svokallað ‘remote desktop’.

Er nútímatækni ekki æði?