Ég nota Gmail mikið mér til ánægju og yndisauka. Þar birtast auglýsingar frá Google þegar póstur er skoðaður. Ég veit ekki alveg hvernig þær eru valdar, en þær virðast aðallega tengjast efni þess pósts sem opinn er hverju sinni. Hins vegar sá ég eina áðan sem mér þótti ansi furðuleg. Pósturinn sem ég var að skoða var fréttabréf frá PHP classes. Flestar auglýsingarnar sem birtust við hann voru tengdar forritun, en þessi skar sig úr:

Decode Men’s Behavior
Learn How To Understand Men – And Beat Them At their Own Game!
www.DatingWithoutDrama.com

Ég segi nú bara: Hvur árinn?