Ég horfði á hina stórmerku mynd Jesus Camp í gær. Hún er frekar hrikaleg áhorfs og gefur innsýn í skuggalegan heim þar sem börn eru heilaþvegin til þröngsýni og vægast sagt frumstæðrar heimssýnar. Ótrúlegt að þetta sé til í nútímavelmegnunarsamfélagi.

Eitt súrasta atriðið af mörgum súrum atriðum fann ég síðan á netinu – það getið þið séð hérna. Ég veit ekki með ykkur, en ég gjörsamlega missti andlitið þegar ég sá þetta.

Það er sannarlega margt skrýtið í kýrhausnum.