Þá er ég farinn að lifa tvöföldu lífi. Sökum óviðráðanlegra ástæðna stofnaði ég til bloggs á hinum nokkuð sæmilega vef blog.is. Ég geri ekki ráð fyrir að miklar breytingar á blogghögum mínum fylgi í kjölfarið, en ég hef enn ekki alveg ákveðið hvernig fyrirkomulag ég mun hafa á þessu. Það er auðvitað hálfklaufalegt að vera með blogg á tveimur stöðum, en það kemur ekki til greina að ég leggi þetta niður, þar sem það er ‘mitt’.

Þetta kemur allt saman í ljós …