Það getur verið gaman að velta sér upp úr samsæriskenningum – svo lengi sem maður gengur ekki of langt í því. Slíkt er ekki gott fyrir geðheilsuna.

Að því sögðu þá sá ég um daginn á alnetinu ákveðnar staðreyndir sem mér þótti sérlega áhugaverðar.

Þið munið kannski eftir því þegar Morgunblaðið birti nöfn og andlit fimm hæstaréttardómara, ásamt tilkynningu þess efnis að þeir höfðu mildað dóm yfir kynferðisbrotamanni.

Þetta voru þeir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Hrafn Bragason og Markús Sigurbjörnsson.

Hverjir voru það síðan aftur sem sýknuðu 365-prentmiðla ehf. og Kára Jónasson af kæru Jónínu Benediksdóttur í Hæstarétti?

Jú, þeir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Hrafn Bragason og Markús Sigurbjörnsson.

Tilviljun? Það gæti vel verið, en þetta er engu að síður ansi merkilegt.