Ég mun kjósa Samfylkinguna í vor. Ég íhugaði á tímabili að kjósa hin Vinstri grænu, þar sem þaðan hefur margt gott komið undanfarið, en á mig runnu sko aldeilis tvær grímur um síðustu helgi – þær hafa ekki horfið enn og gera það varla í bráð.

Vinstri græn virðast vera einum of stjórnsamur og ófrjálslyndur flokkur fyrir minn smekk … þó markmið þeirra séu göfug í hið heila þykir mér aðferðirnar sem þau leggja til í mörgum tilfellum allt of róttækar og óraunhæfar. Þetta á sérstaklega við tillögur þeirra í kvenfrelsismálum, sem meira að segja mörgum konum sem ég þekki þykir glapræði. Það ætti að segja sitthvað um gæði þeirra. Tillagnanna þá, ekki téðra kvenna.

Það auðveldar líka valið allverulega að mamma er í framboði fyrir Samfylkinguna, og það meira að segja í mínu kjördæmi.

Gott að þetta er komið á hreint.