Ég var að uppgötva að ég get stofnað reikninga í netbankanum mínum. Þetta er víst ný virkni. Ég nýtti mér þetta til að stofna verðtryggðan sparnaðarreikning með löngum binditíma – er ég ekki skynsamur? Þá er bara að sjá hvernig ég stend mig í að leggja inn.

Mér er bara farið að þykja helvíti vænt um þennan netbanka, enda líklega eðlilegt þar sem ég á smávegis í honum núna.

Hann á bara eftir að verða betri; því get ég lofað.