Ég horfði á hina stórmerku mynd Jesus Camp í gær. Hún er frekar hrikaleg áhorfs og gefur innsýn í skuggalegan heim þar sem börn eru heilaþvegin til þröngsýni og vægast sagt frumstæðrar heimssýnar. Ótrúlegt að þetta sé til í nútímavelmegnunarsamfélagi.

Eitt súrasta atriðið af mörgum súrum atriðum fann ég síðan á netinu – það getið þið séð hérna. Ég veit ekki með ykkur, en ég gjörsamlega missti andlitið þegar ég sá þetta.

Það er sannarlega margt skrýtið í kýrhausnum.

Hérna er merkileg frétt.

Ég vek sérstaka athygli á þessari línu:

Exciting times for the Amarok project – the 2.0 release (perhaps as soon as this summer) will run natively on Linux, OS X and Windows!

Þar sem Amarok er, að mínu mati, langbesta tónlistarspilunarforrit sem til er, ætti þetta með réttu að kæta margan þann sem notar ekki Linux. Amarok hefur hingað til nefnilega eingöngu verið til fyrir Linux. Að vissu leyti er leiðinlegt að ég mun bráðum lengur ekki geta montað mig af því að vera í þeim litla forréttendahópi sem getur notað þetta eðla forrit, en auðvitað gleðst ég um leið fyrir hönd þeirra sem munu fá að njóta þessa rjóma tónlistarspilaranna. Þetta þýðir líka að þá get ég notað Amarok í vinnunni.

Ég mun minna ykkur á um leið og Amarok 2 kemur út og skipa ykkur að ná í forritið og prófa það, en núna verð ég að láta mér nægja að skipa ykkur að hafa þetta í huga.

Tiltekt

Ég gerði nokkuð sem var líklega löngu tímabært áðan – ég tók vandlega til í ‘draslherberginu’. Það er annað af tveimur svefnherbergjum í íbúðinni, en þar sem ég þarf bara eitt slíkt, þá breyttist þetta í herbergi þar sem ég tróð einfaldlega öllu því drasli sem ég nennti ekki að fara með niður í geymslu. Flöskum, dósum, pappakössum …

Sumir myndu kalla þetta leti, og margt væri til í því. Núna stendur hins vegar til að hingað komi inn nýtt (reyndar hundgamalt) sófasett, og þá verður svefnsófinn að fara annað. Anna, sem stendur fyrir þessum framkvæmdum, lagði til að hann færi í draslherbergið, og það gæti þá verið gestaherbergi. Þetta er prýðisgóð hugmynd, enda er svefnsófinn ekki mjög þægilegur að sitja í, hvað þá að liggja yfir sjónvarpi eða tölvunotkun.

Ég nota Gmail mikið mér til ánægju og yndisauka. Þar birtast auglýsingar frá Google þegar póstur er skoðaður. Ég veit ekki alveg hvernig þær eru valdar, en þær virðast aðallega tengjast efni þess pósts sem opinn er hverju sinni. Hins vegar sá ég eina áðan sem mér þótti ansi furðuleg. Pósturinn sem ég var að skoða var fréttabréf frá PHP classes. Flestar auglýsingarnar sem birtust við hann voru tengdar forritun, en þessi skar sig úr:

Decode Men’s Behavior
Learn How To Understand Men – And Beat Them At their Own Game!
www.DatingWithoutDrama.com

Ég segi nú bara: Hvur árinn?

Jæja já …


You Are Most Like George H. W. Bush


You’re considered boring by people that don’t know you well. But like Bush senior, you do crazy things.
Maybe you’ll end up banning broccoli in your house, or puking on the Prime Minster of Japan!

Ég verð þó að segja að þetta er mun skárri niðurstaða en sú sem grey Svanur fékk.

Ég keypti gamlan Dell-jálk og hef sett upp CentOS á honum. Vélinni hef ég gefið nafnið Stephenson, samkvæmt þeirri venju minni að nefna tölvurnar mínar eftir rithöfundum. Það gengur auðvitað ekki annað en að hafa kerfi á þessu, sérstaklega núna þar sem ég er kominn með alvöru LAN. Aðaltilgangur með tilvist Stephensons verður gagnageymsla, en svo er aldrei að vita hvað mér dettur í hug að troða á hann til að leika mér með. Með honum fylgdi allstór skjár, og lyklaborð og mús, en ég þarf ekki mikið að nota þær græjur núna eftir að ég setti hlutina upp þannig að ég get tengst honum annars staðar frá í gegnum svokallað ‘remote desktop’.

Er nútímatækni ekki æði?

This Is My Life, Rated
Life: 8.1
Mind: 8.4
Body: 6.5
Spirit: 7.7
Friends/Family: 5.6
Love: 6.9
Finance: 8.4
Take the Rate My Life Quiz

Ég tók þetta próf fyrir nokkru síðan, en það er ekkert að því að taka það aftur, svona til samanburðar.

Fyrir áhugasama þá er fyrri niðurstöður að finna hérna.