Árslok

Þetta gengur auðvitað ekki. Hvílík fjárans leti.

Annars er ekkert í fréttum nema að yfir jólin hef ég sofið og étið afskaplega mikið. Hef ég við hið fyrrnefnda notast við náttbuxur sem Anna gaf mér í jólagjöf (ásamt öðru reyndar). Ég hef aldrei notast við náttföt áður, en verð að segja að þetta venst vel. Það er ansi þægilegt að þurfa ekkert að fara í ‘alvöru’ föt þegar maður er í fríi.