Ég tók bensín í dag hjá Atlantsolíu – 144 krónur lítrinn. Það hitti svo vel á að ég var orðinn tómur, einmitt þegar miklar hækkanir gengu í garð hjá nokkrum olíufélögum (upp í 150 krónur). Ef maður þekkir þetta rétt munu öll hin fyrr eða síðar fylgja í kjölfarið, og þá er nú betra að vera með fullan tank.

Ástandið er vægast sagt ekki gott. Allt sem vont er að lækki lækkar (gengi krónunnar, úrvalsvísitalan), en allt sem er vont að hækki hækkar (verðbólgan, verðlagið).

Það er merkilegt hversu lítið maður veltir svona hlutum fyrir sér þegar þeir eru í góðu lagi. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, býst ég við.

Er ekki annars ráð að taka upp aðra mynt? Ég sé fá alvöru rök fyrir því að hafa þessa litlu krónu önnur en eitthvað þjóðerniskenndarraus.