Í rúmt ár hef ég safnað aurum inn á verðtryggðan reikning, þar sem ég taldi það vera öruggasta sparnaðinn til lengri tíma litið.

Þetta þýðir að bankinn leggur mánaðarlega inn á reikninginn verðbætur til að vega upp á móti áhrifum verðbólgu. Þessi upphæð er þá í beinu hlutfalli við verðbólguna hverju sinni.

Um síðustu mánaðamót voru þessar verðbætur 2.291 kr.

Til samanburðar má nefna að áður höfðu verðbæturnar hæst farið í 808 kr. – en þá var höfuðstóllinn töluvert lægri en hann er núna.

Ég held að þetta segi allt sem segja þarf um efnahagsástandið.

Ég er því nokkuð ánægður með að hafa alla vega safnað þessum aurum til hinna mögru ára – sem nú eru svo sannarlega upp runnin.