Þá er ljóst að ekkert verður af ‘klámráðstefnunni’.

Hér er skemmtileg greining á því hvernig fólk skiptist í hópa í afstöðu sinni í þessu öllu saman; hún varð mér tilefni til vangaveltna sem urðu loks að þessari bloggfærslu.

Mér þótti ekki síst athyglisvert að sjá hvernig fólk virðist skiptast nánast undantekningalaust í tvo andstæða hópa í afstöðu sinni til kláms almennt.

Í öðrum hópnum er fólk sem sér nákvæmlega ekkert athugavert við það og fullyrðir að allir sem leika í klámi eru vel launaðir og hamingjusamir í starfi.

Í hinum er fólk sem finnur þessum bransa allt til foráttu og segir hann órjúfanlega tengdan mansali, vændi, og alls konar mannlegri eymd.

Ég held að báðir hóparnir hafi sitthvað til síns máls, og leiðinlegt er að sjá hversu óhagganlegir margir eru í sínum skotgröfum. Sérstaklega leiðinlegt er talið um ‘feminasista’ sem virðist vera grundvallað í algjörum misskilningi og ofsóknarbrjálæði – allt of margir taka svona umræðu þannig að meiningin sé að sverta allt karlkynið; að feminismi grundvallist á karlahatri. Auðvitað eru þetta í langflestum tilfellum karlar, oftast ungir hugsjónamenn. Það er nefnilega svo afskaplega auðvelt fyrir okkur að lifa bara í okkar skýjaborgum þar sem allir eru algjörlega jafnir og allt fer fram á skynsemisgrundvelli. Öllu ‘væli’ um ‘eymdina’ sem fylgir vændi, klámi, og öllu því getum við hæglega vísað á bug sem ’tilfinningarökum’. Þetta er bara einfaldlega ekki neitt sem við þekkjum til. Okkar reynsluheimur er tiltölulega áfallalaus karlaklúbbur, svo það sé bara sagt hreint út.

Maður þarf hins vegar ekkert að leita langt til að fá innsýn í annan reynsluheim. Maður þarf bara einfaldlega að þekkja konur. Þá á ég við að þekkja þær, sem alvöru vini. Þá kemst maður að því að það er nefnilega oft á tíðum ekkert auðvelt að vera kona. Svo mjög vægt dæmi sé tekið, þá er það ekki beinlínis tekið út með sældinni að bara vinna í þjónustustarfi ef maður er aðlaðandi kvenmaður – þá þarf maður að finna fyrir ósæmilegum aðgangi alls kyns ógeðslegra karla. Þetta eru ekki tilfinningarök; þetta er staðreynd. Ég get nefnt mörg fleiri dæmi, en ég hef ekki beinlínis lyst á því. NOTA BENE ATH: Með þessu er ég EKKI, endurtek EKKI, að dæma alla karlmenn, heldur bara þá sem hegða sér á þennan hátt. Ótrúlegt að taka þurfi slíkt fram, en ég held að ég neyðist engu að síður til þess.

Ég neita því ekki að ég er hugsjónamaður sem lítur á kynin sem algjörlega jöfn og metur fólk fyrst og fremst á einstaklingsgrundvelli. En að halda því fram að þjóðfélagið virki þannig almennt séð er ekkert annað en veruleikafirring. Sem feminista dreymir mig um að heimurinn verði þannig einn daginn, en hann er einfaldlega ekki þannig núna. Feminisminn er enn til vegna þess að enn er til vanvirðing gagnvart konum.

Að öllu þessu sögðu segi ég samt sem áður að það var vanhugsað að loka á klámframleiðendurna, því það eru svona yfirgripsmiklar öfgar sem gefa feminismanum slæma ímynd. Ég þekki marga sem eru sammála mér í þessu … þar með talið konur.

7 thoughts on “Klám og fleira

 1. Það er alveg merkilegt hvað margir virðast lifa í alveg svart-hvítum heimi.
  Lífið er svo fullt af allskonar gráum tónum…. já og ég tala nú ekki um alla litina, að það er synd að fólk sjái sjaldnast nema tvær hliðar á hverju málefni.

  Auðvitað er maður á móti barnaklámi og kvenþrælkun… volæð og öllu slíku… en þetta er bara ekki svo einfalt.

  Ég persónulega hafði ekkert á móti því að þessi klámráðstefna kæmi hingað.
  Mér finnst alveg hrikalega hallærislegt að þeim hafi verið neitaður aðgangur (eins og við í raun gerðum með því að neita þeim um gistingu)
  Hvað með fólk sem stundar kynlíf með sínum maka og tekur það stundum upp til að krydda aðeins upp á?
  Er það líka að framleiða klám?
  Eigum við að reka það úr landi?
  Banna aðgang að hinum ýmsustu stofnunum?
  Hvar eru mörkin?

  Mér finnst líka alveg óþolandi þegar það er verið að klína barnaklámi og allskyns þrælkun við klámiðnaðinn.
  Auðvitað er það til… en eigum við að banna öllum fatahönnuðum og framleiðendum að koma til landsins vegna þess að sumir þeirra nota börn í barnaþrælkun í Kína?

  Heimska fólk.

 2. Hegningarlög 210. gr. Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum ?1) eða fangelsi allt að 6 mánuðum.
  Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt. [Þegar slíkt efni sýnir börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt getur refsing þó orðið fangelsi allt að 2 árum.

  Held að þetta sé nú nokkuð augljóst. Mátt taka það upp í heima hjá þér með makanum, en ef þú ákveður að selja afrit þá ertu að brjóta lög.

  Sigurð John Lúðvíksson, eiganda verslananna Private og Taboo, var dæmdur af hæðstarétti 1.5M kr sekt fyrir að brjóta ofangreind lög árið 2000. Hann kvartaði reyndar sáran yfir því hve óljós lögin eru, yfir því að það vantar lagalega skilgreiningu á því hvað klám er. 10 árum fyrir það var stöð 2 dæmt af hæðstarétti fyrir að sína dönsku merkjamyndirnar; Í tvíburamerkinu og Í nautsmerkinu.
  Snilldar myndir af mínu mati.. fyndnar meira en klám en ég var nú bara 13 ára þegar ég sá þær. Þær höfðu allavega einhver áhrif á mig..

  Það var nú minnst á það í viðtali við Christina Ponga sem RÚV tók að þau myndu kannski taka upp efni hér á íslandi. Kannski er náttúrulega sterkt orð í þessu samhengi. Ekki er hægt að handtaka einhvern sem ætlar kannski að fremja glæp. En ef við tökum nú viðmið af heimasíðu Snowgathering.com og skoðum myndir síðasta árs, þar eru myndir sem ég flestir myndu flokka sem klám. En maður hefur nú séð mun klámfengnara myndefni.

  http://snowgathering.com/lastyear.html PORN ALERT!.. held ég.

 3. Þarfagreinir says:

  Samkvæmt þessu hljóta öll klámblöðin sem seld eru víða hér að vera ólögleg. Að ég tali nú ekki um Bleikt og blátt, en klámefnið þar er meira að segja framleitt hér á landi. Og já, þar hefur oft birst mjög \’gróft\’ klám.

  Þetta er voðalega loðið og hræsnisskotið allt saman þykir mér – bara af því að þessi ráðstefna varð svona mikið fjölmiðlamál, þá var ákveðið að blása hana af. Á meðan býður hótelið upp á klámefni á innri sjónvarpsstöðvum sínum, skilst mér.

 4. FeminiSteinríkur says:

  En það er nú alveg fáránlegt hvað margir feministar geta verið öfgakenndir í sínum málflutningi.
  Hvaðan hefur talskona stígamóta það að ráðstefnugestir framleiddu „gróft klám, barnaklám, flirt við incest og mansal“? Vefstjóri http://www.klam.is hefði verið einn af ráðstefnugestum og hann fullyrti að þessi lýsing væri kjaftæði.

  Ég myndi bara kæra kjellinguna fyrir meiðyrði.

 5. FeminiSteinríkur says:

  Kommentakerfið át færsluna mína, sennilega af því að ég vitnaði beint í talskonu stígamóta og talaði um flirt við i____t.
  Sóðakjaftur á þessum feminstum alltaf hreint.

  Ég myndi allavega kæra hana fyrir meiðyrði.

 6. Þarfagreinir says:

  Búinn að bæta úr því. Góðir punktar hjá þér … gífuryrðin sem flugu voru alveg fáránleg, því miður. Eins og Stígamót eru þörf samtök.

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes:

<a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>