Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Færslur í flokknum 'baggalútur'

Baggapó

Hljómsveitin Kóbalt, hverja ég er víst rótari fyrir, hefur gefið út á alnetinu lagið Baggapó, sem fjallar um Baggalút og Gestapó. Hljómsveit þessa skipa Anna Panna, Ívar Sívertsen, og Galdrameistarinn. Texti lagsins er eftir Skarpmon Skrumfjörð. Bangsímon kom eitthvað að hljóðvinnslunni, en maður sem ber einungis raunheimanafnið Hálfdán Haraldsson sá aðallega um hljóðblöndunina ásamt Galdrameistaranum. […]

Uss

Ég var að frétta að Kántrísveit Baggalúts kom fram á síðustu árshátíð fyrirtækisins sem ég vinn núna hjá. Ég hefði betur hafið störf hér fyrr … en svo má auðvitað alltaf vona að sveitin endurtaki leikinn næst.

Árshátíð

Í kvöld verður haldin árshátíð Baggalúts, meðal annars af mér. Ég er sumsé í nefndinni sem ákvað að halda árshátíð þegar ljóst var orðið að ristjórn hefur engan tíma til þess þetta árið. Bráðum mun ég halda á búlluna þar sem ballið verður og hjálpa til við matreiðslu. Þetta hefur verið ansi mikil vinna og […]

Gestapó

… er á góðri leið með að leysast upp í ömurleika. Það er sorglegt, því að mér þykir gríðarlega vænt um þann vef. Ég vona að þetta batni með tímanum, en eins og er þá er ég svartsýnn.