Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Færslur í flokknum 'súrleiki'

‘Vakning’ mín

Það er líklegast best að árétta strax í upphafi að þetta er ekki venjuleg bloggfærsla. Reyndar er það úrdáttur – nærri lagi væri að segja að þetta sé óvenjulegasta bloggfærsla sem ég hef skrifað hingað til – og líka sú sem einna erfiðast er að skrifa. Málið er nefnilega að þessari færslu er ætlað að […]

Þegar ég fékk að líða fyrir það hverra manna ég er

Já, þetta er langur titill. Þannig er mál með vexti að í tengslum við ákveðna nýlega þjóðfélagsumræðu var ég að rifja upp gamla sögu. Hana má rekja til þess þegar ég tók þátt í framhaldsskólakeppninni Morfís fyrir hönd Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Ekki náði mitt lið nú miklum árangri í þau tvö ár sem ég tók […]

Hal Turner og vinir hans

Fregnir hafa borist af íslenskri rasistasíðu, skapari.com (ég hlekkja viljandi ekki yfir á þessa síðu; geri þeim sem hana reka ekki það til geðs). ‘Skemmtilegt’ nokk þá er víst maður nokkur tengdur henni sem er mér kunnugur annars staðar frá. Sá heitir Hal Turner og heldur meðal annars úti útvarpsþætti þar sem hann fer ófögrum […]

Viðvörun

Það er nekt í Simpsonsmyndinni! Fuss og svei …

Snilld

Það er ekki oft sem maður skellir upp úr þegar maður er einsamall … Ég hlustaði á fréttir Stöðvar 2 í bílnum á leiðinni heim úr vinnu í gærkvöldi. Þar var flutt frétt af krökkum sem voru að leika kappa úr fornsögunum. Að sjálfsögðu var tekið viðtal við nokkra þeirra. Þar á meðal var einn […]

Bombum Ísland!

Keli vitnar í dag í þessa grein, og ég get ekki annað en hermt eftir honum – þessari miklu snilld verður að koma á framfæri. Rökin þarna eru óhrekjandi. Það hlýtur að vera einungis tímaspursmál hvenær þessu plani verður hrint í framkvæmd í alvöru. Þá vona ég að Halliburton og Bechtel byggi fleiri ljósleiðarastrengi yfir […]

Jesúsarkempan

Ég horfði á hina stórmerku mynd Jesus Camp í gær. Hún er frekar hrikaleg áhorfs og gefur innsýn í skuggalegan heim þar sem börn eru heilaþvegin til þröngsýni og vægast sagt frumstæðrar heimssýnar. Ótrúlegt að þetta sé til í nútímavelmegnunarsamfélagi. Eitt súrasta atriðið af mörgum súrum atriðum fann ég síðan á netinu – það getið […]

Google-auglýsing

Ég nota Gmail mikið mér til ánægju og yndisauka. Þar birtast auglýsingar frá Google þegar póstur er skoðaður. Ég veit ekki alveg hvernig þær eru valdar, en þær virðast aðallega tengjast efni þess pósts sem opinn er hverju sinni. Hins vegar sá ég eina áðan sem mér þótti ansi furðuleg. Pósturinn sem ég var að […]

Fríið hans Blair

Þegar ég sá þessa fyrirsögn hugsaði ég með mér: „Frí yfir Norður-Írlandi – var hann þá hringsólandi í flugvél yfir landinu?“ Blair Cuts Short Holiday Over N. Ireland

Gummi

Í gær fékk ég veður af því hjá Galdrameistaranum að liðinn Kompásþáttur hafi verið allsvaðalegur; þar væri fjallað um mjög alvarlegar ásakanir á hendur Guðmundi Jónssyni, forstöðumanni Byrgisins. Ég leitaði því þáttinn uppi á alnetinu og horfði á þann hluta hans sem lýtur að þessu máli. Þetta var ansi truflandi allt saman, sérstaklega myndsímamyndskeiðið þar […]