Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Færslur í flokknum 'súrleiki'

Dómsdagsmælirinn

Ég rakst á afskaplega hentugt tól á gagnvarpinu áðan. Allt er nú til, segi ég bara.

Frábært

Ég rakst á þessa umræðu í gegnum google-leit. Mér finnst hún alveg hreint frábær. VARÚÐ: Þetta er mjög nördalegt og alls ekkert svo frábært fyrir þá sem ekki skilja forritunarkóða.

Canon

Ég keypti Canon prentara og fékk hann til að virka á Linuxinu á aðeins tæpum klukkutíma. Það var gaman. Hvað þýðir Canon annars? Mig grunar að þarna leynist stafsetningarvilla. Þá er spurningin bara hvernig þetta á að vera … Can on (dós á)? Cannon (fallbyssa)? Canton (bær)?

Jahá

Dyrasíminn hringdi áðan. Ég átti ekki von á neinum og svaraði því (ég svara sjaldnast ef ég á von á einhverjum). Þar heyrðist í einhverjum kalli sem hljómaði mjög svo ölvaður. Hann sagðist vera frændi einhvers Halla (eða Lalla – sem gæti passað betur þar sem það er ennþá annað nafnið á bjöllunni minni; ég […]