Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Færslur í flokknum 'pólitík'

Svar við styrkjapistli prófessors

Prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson ritaði í gær pistil um efni sem mér hefur lengi verið hugleikið (og þar eru heimatökin það hæg að nóg er að benda hreinlega á síðustu færslu þessa bloggs), sem er styrkir til stjórnmálaflokka. Í niðurlaginu kallar hann eftir mótrökum, og það sjálfsagt að verða við þeirri bón. Meginröksemd prófessorsins er […]

Sjálfstæðisstyrkirnir

Um þessar mundir er vinsælt að segjast hafa varað við hinu og þessu fyrirfram sem nú er alkunna. Ég ætla mér formlega að skipa mér í þann hóp. Lengi vel talaði ég fyrir því að fjárframlög til stjórnmálaflokka ættu að vera öllum borgurum landsins sýnileg. Þetta má sjá til að mynda í þessum pistli, sem […]

Fjölmiðlalagabölið

Fyrir liggur nú á Alþingi nýtt frumvarp um fjölmiðla. Frumvarpið er ítarlegt mjög, og ekki er ætlunin í þessum pistli að gera þeim tæmandi skil. Ætlunin er þvert á móti einungis sú að tæpa á pistli nokkrum eftir fjölmiðlaspekúlantinn Óla Björn Kárason, þar sem hann bölsóttast út í valdar greinar frumvarpsins. Gömlu vinir hans, smáfuglarnir […]

Kjarni málsins

Það er alltaf jafn grátbroslegt að sjá sannanir þess hvað umræðan hér á Íslandi vill snúast um mikil aukaatriði, frekar en kjarna hvers máls. Í fyrradag barst okkur frétt um yfirheyrslur hollenskrar rannsóknarnefndar yfir fyrrum framkvæmdastjóra eftirlitsdeildar Seðlabanka Hollands. Haft var eftir honum að í hvert sinn sem seðlabankinn hollenski hafi viðrað efasemdir um Icesave […]

Kosningar

Í dag verður gengið til Alþingiskosninga. Ég verð að segja að ég hef sjaldan verið jafn lítt spenntur fyrir niðurstöðum kosninga, þó að vitanlega sé þetta tvísýnt. Ég held nefnilega að hvernig sem þetta fer, þá verður Sjálfstæðisflokkurinn í stjórn, og það verða gerðar breytingar á ýmsum þáttum samfélagsins. Ég ætla alla vega rétt að […]

Árangur

Nú er allt of langt um liðið síðan ég skrifaði eitthvað hér; best að gera eitthvað í því. Mig langaði að ræða slagorð Framsóknarflokksins fyrir þessar kosningar. Það hljóðar svo: Árangur áfram – ekkert stopp! Þetta er fínt slagorð og kemur skilaboðum flokksins á framfæri á hnitmiðan hátt. Þó finnst mér að flokkurinn hafi hér […]

Skoðanakannanir

… þykja mér pirrandi. Alltaf fyrir hverjar kosningar eru gerðar skoðanakannanir mjög svo reglulega. Umræðan snýst að mjög miklu leyti um viðbrögð talsmanna flokkanna við nýjustu tölunum. Mikið er spáð og spekulerað í þessum tölum og jafnvel skotið á flokka fyrir lélegt gengi í skoðanakönnunum. Allt er þetta á kostnað alvöru málefnalegrar umræðu. Mér finnst […]

Bombum Ísland!

Keli vitnar í dag í þessa grein, og ég get ekki annað en hermt eftir honum – þessari miklu snilld verður að koma á framfæri. Rökin þarna eru óhrekjandi. Það hlýtur að vera einungis tímaspursmál hvenær þessu plani verður hrint í framkvæmd í alvöru. Þá vona ég að Halliburton og Bechtel byggi fleiri ljósleiðarastrengi yfir […]

Af sölu áfengis

Mér þótti skondið að sjá vitnað í Sigurð Kára Kristjánsson í Blaðinu í morgun, þar sem hann var að barma sér yfir því að frumvarp um frjálsa sölu léttvíns og bjórs skuli ekki hafa náð í gegnum Alþingi. Ég er í sjálfu sér alls ekki á móti þeirri hugmynd, enda margt sem mælir með því […]

Þá er það ákveðið

Ég mun kjósa Samfylkinguna í vor. Ég íhugaði á tímabili að kjósa hin Vinstri grænu, þar sem þaðan hefur margt gott komið undanfarið, en á mig runnu sko aldeilis tvær grímur um síðustu helgi – þær hafa ekki horfið enn og gera það varla í bráð. Vinstri græn virðast vera einum of stjórnsamur og ófrjálslyndur […]