Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Færslur í flokknum 'pólitík'

Einhliða

Guðni Ágústsson landbúnaðráðherra lýsti því yfir nýverið að bandarísk yfirvöld hafi tekið einhliða ákvörðun um að setja Ísland á lista hinna staðföstu þjóða. Ég ætlaði að leita að þessari frétt á netinu en fann hana hvergi, þannig að ég neyðist víst til að skrifa eftir minni. Ég vona bara að mig hafi ekki dreymt þetta. […]

Vandræðagangur

Ég er að horfa á Kastljósið. Þar er verið að ræða ágreining sem upp er kominn milli þeirra sem ætla að standa að framboði öryrkja og aldraðra á næsta ári. Ég verð að segja að ég botna hvorki upp né niður í ástæðum þessa ágreinings. Þetta er afskaplega skrýtið allt saman. Í fyrsta lagi á […]

Fuss og svei

Jæja, þá er orðið nokkuð ljóst að fjármál Byrgisins voru í algjöru rugli. Hvort það var vísvitandi eða herfileg og ófyrirgefanleg mistök gildir einu; þetta var alls í ekki lagi. Sú staðreynd liggur fyrir að skattfé var dælt í starfsemi sem var í fjárhagslegum molum, og engra spurninga spurt. Hvað segja svo pólitíkusarnir við þessu? […]

Saddam slátrað

Þá er einræðisherrann gamli farinn. Hann var látinn hanga. Þetta kemur ekki beinlínis á óvart, né heldur viðbrögð Búsksins, sem fagnar þessum merka áfanga á leið Íraka til lýðræðis. Áhugaverðar túlkanir á hugtökum hjá honum alltaf hreint. Dauðarefsingar virðast í hans grautarhausi vera nátengdar lýðræði. Annars hef ég svo sem ekki mikið um þetta mál […]

Betl

Íslenskir pólitíkusar fara nú betlandi eftir ölmusum þar sem Kanarnir eru ekki lengur hér til að ‘halda uppi vörnum’. Ég verð að segja að mér þykir það ansi mikil hræsni að við Íslendingar skulum í sífellu hreykja okkur af því að við erum herlaus þjóð, en síðan virðast stjórnvöld ekki geta treyst sér til annars […]

Hvalveiðarnar

Ég held að þetta sé bara byrjunin á vandræðunum sem hvalveiðar Íslendinga eiga eftir að hafa í för með sér. Það er alveg sama hversu asnaleg mönnum þykir afstaða útlendinga til hvalveiða og hversu þrjóskan í því að hundsa hana er mikil; hvalveiðar borga sig einfaldlega ekki á heildina litið. Svo einfalt er það. Stundum […]

Heimdellingar og fjármálin

Gat nú verið að Heimdellingar væru á móti tillögum um fjármál stjórnmálaflokka. Ég ætla ekki að tjá mig um aðra þætti málsins en þann að Heimdellingarnir setja sig á móti því að styrkir til flokka verði gerðir opinberir; það má segja sitthvað um hinar tillögurnar, en þetta er algjört grundvallaratriði. Það er löngu, löngu, löngu […]

Mistök

Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og sjálfstæðisbáráttufrömuðarnafni, viðurkennir loksins að það hafi kannski ekki verið alveg rétt ákvörðun að styðja Kanana í árás þeirra á Írak. Ég fagna þessari yfirlýsingu hans, þó að mér finnist að hann hefði átt að segja þetta um leið og hann tók við sæti formanns Framsóknarflokksins. Það er lítil dirfska […]