Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Færslur í flokknum 'jól'

Jóladagur

Jólin hafa verið mjög fín hingað til, eins og við var að búast. Ég fékk ýmsar góðar gjafir og hef étið vel. Í dag fór ég í mat hjá frændfólki mínu uppi í sveit. Á leiðinni heim keyrði systir mín bílnum mínum, og var það í fyrsta sinn sem ég sat í bíl með hana […]

Aðfangadagur

Það er alls ekki amalegt að vera vakinn með eggjum og beikoni í rúmið. Ég mæli með því. Restin af deginum held ég að verði alls ekki síðri; aðfangadagur er einn af mínum uppáhaldsdögum. Það er svo gaman að snæða góðan mat með fjölskyldunni og taka síðan upp pakkana saman. Gleðileg jól!

Jólagjafir

Jæja, ætli ég þurfi ekki að fara að huga að því að kaupa jólagjafir bráðum? Í fyrra var mjög einfalt að kaupa gjafir – ég fór í vinnuferð til Skotlands rétt fyrir jólin með viðkomu í London á leiðinni til baka, þar sem ég hafði nægan tíma til að spreða aurum á Oxford Street. Ég […]

Jólakók

Ég sá jólalest Kóka Kóla renna framhjá húsinu áðan – í lögreglufylgd. Á lögreglan ekki frekar að vera að bösta einhverja lögbrjóta í stað þess að vernda einhverja kóklest gegn tilvistarlausum hættum? Auðvitað var líka afskaplega mikill hávaði af þessu. Þar að auki minnir þessi bílalest mig alltaf á ömurlega lagið sem er í auglýsingunni […]