Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Færslur í flokknum 'nörd'

MusicTriviaMania

Snemma árs 2007 byrjaði ég á gæluverkefni; tónlistarleik á vefnum þar sem spurningarnar áttu að vera búnar til á handahófskenndan hátt út frá upplýsingum af last.fm.. Ég eyddi nokkrum mánuðum í að skrifa kóðabúta sem sóttu upplýsingar þaðan, unnu úr þeim, og settu í gagnagrunn. Svo datt mér í hug að samkeyra þetta við upplýsingar […]

Hollywood OS þarna

Ég fór á Transformers í gær. Ágætismynd; svöl og með flottum brellum. Hins vegar var nákvæmlega allt sem kom tölvum eitthvað við algjört rugl. Síðan hvenær hakkar fólk tölvukerfi með hljóðbylgjum?

Ekkert Hollywood OS þarna

Ég horfði á myndina 1408 í gær. Hún er ágæt, en eitt það merkilegasta við hana (að mínu mati) er að í henni kemur fyrir fartölva með mjög svo raunsæju viðmóti. Þarna sést Yahoo Messenger og síðan bláskjár. Gaman að þessu.

Lifandi vitleysa

Í morgun mætti ég til vinnu, eins og oft áður, og fór í gegnum morgunrútínuna. Eitt af því sem felst í henni er innskráning á MSN. Windows Live Messenger (eftirleiðis WLM) vildi hins vegar ekki leyfa mér það í þetta skiptið, heldur fékk ég þessi skilaboð í fésið: Gott og vel; ég valdi Yes, enda […]

Tvisturinn

Hérna er merkileg frétt. Ég vek sérstaka athygli á þessari línu: Exciting times for the Amarok project – the 2.0 release (perhaps as soon as this summer) will run natively on Linux, OS X and Windows! Þar sem Amarok er, að mínu mati, langbesta tónlistarspilunarforrit sem til er, ætti þetta með réttu að kæta margan […]

Google-auglýsing

Ég nota Gmail mikið mér til ánægju og yndisauka. Þar birtast auglýsingar frá Google þegar póstur er skoðaður. Ég veit ekki alveg hvernig þær eru valdar, en þær virðast aðallega tengjast efni þess pósts sem opinn er hverju sinni. Hins vegar sá ég eina áðan sem mér þótti ansi furðuleg. Pósturinn sem ég var að […]

Stephenson

Ég keypti gamlan Dell-jálk og hef sett upp CentOS á honum. Vélinni hef ég gefið nafnið Stephenson, samkvæmt þeirri venju minni að nefna tölvurnar mínar eftir rithöfundum. Það gengur auðvitað ekki annað en að hafa kerfi á þessu, sérstaklega núna þar sem ég er kominn með alvöru LAN. Aðaltilgangur með tilvist Stephensons verður gagnageymsla, en […]

Goggunarröðin

Steini Plastik benti mér á þetta: Svo skemmtilega vill til að ég var einmitt að byrja að kynna mér Ruby í gær, og get því talið sjálfan mig æðri öllum öðrum vefforriturum. Annars finnst mér þetta skema ekki taka nægilega vel á þeim tilfellum þegar fólk forritar í fleiri en einu máli. Er það þá […]

Maður lifandi

Berið saman þetta og þetta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Microsoft hermir algjörlega eftir því sem einhver annar hefur gert í von um að stela sneið af markaðnum af viðkomandi, eða þá bara allri kökunni. Einfaldasta leiðin til að gera þetta finnst þeim auðvitað að kaupa fyrirtæki sem hefur framleitt það sem þeir […]

OpenOffice

Ég heyri oft af fólki sem er að bisa við að reyna að ná í Office-pakkann frá Microsoft með einhverjum ólöglegum leiðum, sem er svo sem vel skiljanlegt þar sem þetta er rándýr fjári. Oftast er þetta auðvitað bara svo að fólk geti fengið Word til að geta skrifað ritgerðir í einhverju skárra en draslinu […]