Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Færslur í flokknum 'deiglan'

Óþægilegur sannleikur

Ég fór að sjá myndina hans Gore um daginn. Mikið svakalega var hún fræðandi. Mér finnst maðurinn einfaldlega hafa sýnt fram á það mjög svart á hvítu að gróðurhúsaáhrifin eru mjög raunverulegur vandi sem við verðum að bregðast við hið snarasta. Mér finnst satt best að segja ótrúlegt hvernig sumir geta þráast við í að […]

Einhliða

Guðni Ágústsson landbúnaðráðherra lýsti því yfir nýverið að bandarísk yfirvöld hafi tekið einhliða ákvörðun um að setja Ísland á lista hinna staðföstu þjóða. Ég ætlaði að leita að þessari frétt á netinu en fann hana hvergi, þannig að ég neyðist víst til að skrifa eftir minni. Ég vona bara að mig hafi ekki dreymt þetta. […]

Klám og fleira

Þá er ljóst að ekkert verður af ‘klámráðstefnunni’. Hér er skemmtileg greining á því hvernig fólk skiptist í hópa í afstöðu sinni í þessu öllu saman; hún varð mér tilefni til vangaveltna sem urðu loks að þessari bloggfærslu. Mér þótti ekki síst athyglisvert að sjá hvernig fólk virðist skiptast nánast undantekningalaust í tvo andstæða hópa […]

Samsæri?

Það getur verið gaman að velta sér upp úr samsæriskenningum – svo lengi sem maður gengur ekki of langt í því. Slíkt er ekki gott fyrir geðheilsuna. Að því sögðu þá sá ég um daginn á alnetinu ákveðnar staðreyndir sem mér þótti sérlega áhugaverðar. Þið munið kannski eftir því þegar Morgunblaðið birti nöfn og andlit […]

Snjósöfnunin

Nú hefur það líklega farið framhjá fáum að til stendur að hópur fólks sem starfar í klámbransanum haldi ráðstefnu á Hótel Sögu. Nógu mikið hefur alla vega verið skrifað um þessi tíðindi á alnetinu. Eitt af þeim sjónarmiðum sem kemur oft fram er að þar sem klám er soralegt og ógeðfellt fyrirbæri, þá „eigum við […]

Fuss og svei

Jæja, þá er orðið nokkuð ljóst að fjármál Byrgisins voru í algjöru rugli. Hvort það var vísvitandi eða herfileg og ófyrirgefanleg mistök gildir einu; þetta var alls í ekki lagi. Sú staðreynd liggur fyrir að skattfé var dælt í starfsemi sem var í fjárhagslegum molum, og engra spurninga spurt. Hvað segja svo pólitíkusarnir við þessu? […]

Saddam slátrað

Þá er einræðisherrann gamli farinn. Hann var látinn hanga. Þetta kemur ekki beinlínis á óvart, né heldur viðbrögð Búsksins, sem fagnar þessum merka áfanga á leið Íraka til lýðræðis. Áhugaverðar túlkanir á hugtökum hjá honum alltaf hreint. Dauðarefsingar virðast í hans grautarhausi vera nátengdar lýðræði. Annars hef ég svo sem ekki mikið um þetta mál […]

Hinn Gumminn

Í gærkvöldi rambaði ég alveg óvart á Omega þegar ég var að horfa á imbann. Þar voru saman komnir tveir gamalgrónir kappar, þeir Guðmundur Örn Ragnarsson og Ólafur Jóhannsson. Með sér höfðu þeir ungan mann að nafni Sigurður, sem ég hef ekki séð þarna áður og hvers föðurnafn ég heyrði ekki. Sá hafði verið langt […]

Gummi

Í gær fékk ég veður af því hjá Galdrameistaranum að liðinn Kompásþáttur hafi verið allsvaðalegur; þar væri fjallað um mjög alvarlegar ásakanir á hendur Guðmundi Jónssyni, forstöðumanni Byrgisins. Ég leitaði því þáttinn uppi á alnetinu og horfði á þann hluta hans sem lýtur að þessu máli. Þetta var ansi truflandi allt saman, sérstaklega myndsímamyndskeiðið þar […]

Betl

Íslenskir pólitíkusar fara nú betlandi eftir ölmusum þar sem Kanarnir eru ekki lengur hér til að ‘halda uppi vörnum’. Ég verð að segja að mér þykir það ansi mikil hræsni að við Íslendingar skulum í sífellu hreykja okkur af því að við erum herlaus þjóð, en síðan virðast stjórnvöld ekki geta treyst sér til annars […]