Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Færslur í flokknum 'bloggið'

Moggablogg

Svo virðist sem Moggabloggið sé að ná yfirhöndinni. Þrjár færslur á fjórum dögum er frekar mikið. Þar sem ég hef ekkert sérstaklega mikið að segja eins og er þá minni ég bara á það.

Andleysi

Hvað er eiginlega að? Ég hef bara ekkert að segja. Sama gildir um marga aðra – velflestir bloggarar sem ég þekki hafa verið latir við að skrifa undanfarna daga. Er kannski búið að setja einhver sljóvgandi lyf í vatnið sem eiga að gera okkur áhugalaus og heilaþvegin svo við kjósum Framsóknarflokkinn í vor? Nú veit […]

Spamæta

Eins og sjá má neðst á síðunni, þá setti ég á bloggið mjög svo öfluga spamætu; Spam Karma 2. Ekki það að ég hafi nokkurn tímann fengið spam hingað inn; Akismet, sem er innbyggt í WordPress, hefur staðið sig vel í að éta slíkt ógeð hingað til. Hins vegar varð mér um og ó um […]

blog.is

Þá er ég farinn að lifa tvöföldu lífi. Sökum óviðráðanlegra ástæðna stofnaði ég til bloggs á hinum nokkuð sæmilega vef blog.is. Ég geri ekki ráð fyrir að miklar breytingar á blogghögum mínum fylgi í kjölfarið, en ég hef enn ekki alveg ákveðið hvernig fyrirkomulag ég mun hafa á þessu. Það er auðvitað hálfklaufalegt að vera […]

Loksins, loksins

Eins og þið sjáið kannski hérna til hægri og niður, þá fann ég loksins góða aðferð til að ná í færslur úr nýja Blogger-kerfinu. Um er að ræða smá skriptu sem nær í færslurnar af RSS og setur inn í WordPress gagnagrunninn handvirkt. Ef einhver hefur áhuga, þá má finna þetta hér. Reyndar þurfti ég […]

Spam

Skemmtileg gjöf á nýju ári; í dag voru komnar þrjár spamathugasemdir við færsluna hér á undan. Hingað til hefur verið afskaplega lítið um slíkt á þessu nýja bloggi, en auðvitað hlaut að koma að því að spamafturgöngurnar þefuðu það uppi. Sem betur fer fylgir með WordPress, blogkerfinu sem ég notast við hér, spamvarnarkerfi sem heitir […]

Ja hérna hér

Færslan hér neðar um Eldrefsviðbæturnar var einungis mér einum sýnileg í kerfinu þangað til ég komst að því rétt áðan og leiðrétti málið. Svona er að skipta yfir í nýtt kerfi. WordPress er mjög fínt, en ég hef augljóslega ekki lært alveg nógu vel á það enn þá.

Úbbs

Ég var að fikta áðan og skemmdi ‘stylesheetið’ fyrir þessa bloggsíðu allillilega. Því miður var ég ekki með afrit af því, þannig að ég þurfti að skrifa sitthvað upp á nýtt. Það var þó ekkert svakalega mikið, sem betur fer. Ég notaði tækifærið og endurbætti athugasemdagluggann. Ég held að notendaupplýsingar sem fólk setti þar inn […]

Fyrsti póstur

Ég fékk mér nýtt lén í dag, og kann ég Gvendi skrýtna góðar þakkir fyrir að hafa bent mér á góðan hýsingarkost. Það er auðvitað bráðnauðsynlegt fyrir alla sanna njerði að hafa sitt eigið lén. Hér get ég líka gert ýmislegt, eins og að fikta í PHP og MySQL. Mjög gaman. Það versta er þó […]