Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Færslur í flokknum 'kvabb'

Mín skoðun

… er sú að þættirnir Mín skoðun með Valtý Birni og Bödda Bergs á X-FM eru með öllu óþarfir. Væri ekki hægt að hafa þessi leiðindi á einhverri annarri stöð? Annars kvarta ég aðallega vegna þess að X-FM er eiginlega eina stöðin sem næst almennilega í bílunum mínum, þannig að ef ég er úti að […]

Strætó

Ég gleymdi því á mánudaginn að ég hafði skilið bílinn eftir um laugardagskvöldið og tók því strætó. Til þess notaði ég miða. Þegar keyptir eru slíkir miðar kostar hver ferð morð fjár; um 227 krónur. Tvær ferðir myndu því kosta um 454 krónur. Miðað við eyðsluna á minni litlu japönsku dollu geri ég ráð fyrir […]

Coke ZERO

… er algjörlega ömurleg og ósniðug auglýsingaherferð. Af hverju er það svo að allar auglýsingaherferðir fyrir þetta þekktasta vörumerki heims eru sorglega lélegar og heimskulegar?

Andleysi

Hvað er eiginlega að? Ég hef bara ekkert að segja. Sama gildir um marga aðra – velflestir bloggarar sem ég þekki hafa verið latir við að skrifa undanfarna daga. Er kannski búið að setja einhver sljóvgandi lyf í vatnið sem eiga að gera okkur áhugalaus og heilaþvegin svo við kjósum Framsóknarflokkinn í vor? Nú veit […]

Lifandi vitleysa

Í morgun mætti ég til vinnu, eins og oft áður, og fór í gegnum morgunrútínuna. Eitt af því sem felst í henni er innskráning á MSN. Windows Live Messenger (eftirleiðis WLM) vildi hins vegar ekki leyfa mér það í þetta skiptið, heldur fékk ég þessi skilaboð í fésið: Gott og vel; ég valdi Yes, enda […]

Góða Nótt

Ég myndi skrifa undir þetta ef um væri að ræða alvöru undirskriftasöfnun til að algjörlega losna við fyrirbærið Sylvíu Nótt, en ekki bjánalegt ‘PR-stunt’. Ég viðurkenni mjög fúslega að mér fannst hún hressandi og ansi fyndin í fyrstu, en nú er þetta einfaldlega löngu hætt að vera fyndið. Mér finnst að Ágústa ætti að gera […]

Vandræðagangur

Ég er að horfa á Kastljósið. Þar er verið að ræða ágreining sem upp er kominn milli þeirra sem ætla að standa að framboði öryrkja og aldraðra á næsta ári. Ég verð að segja að ég botna hvorki upp né niður í ástæðum þessa ágreinings. Þetta er afskaplega skrýtið allt saman. Í fyrsta lagi á […]

Fuss og svei

Jæja, þá er orðið nokkuð ljóst að fjármál Byrgisins voru í algjöru rugli. Hvort það var vísvitandi eða herfileg og ófyrirgefanleg mistök gildir einu; þetta var alls í ekki lagi. Sú staðreynd liggur fyrir að skattfé var dælt í starfsemi sem var í fjárhagslegum molum, og engra spurninga spurt. Hvað segja svo pólitíkusarnir við þessu? […]

Jólakók

Ég sá jólalest Kóka Kóla renna framhjá húsinu áðan – í lögreglufylgd. Á lögreglan ekki frekar að vera að bösta einhverja lögbrjóta í stað þess að vernda einhverja kóklest gegn tilvistarlausum hættum? Auðvitað var líka afskaplega mikill hávaði af þessu. Þar að auki minnir þessi bílalest mig alltaf á ömurlega lagið sem er í auglýsingunni […]

Heimdellingar og fjármálin

Gat nú verið að Heimdellingar væru á móti tillögum um fjármál stjórnmálaflokka. Ég ætla ekki að tjá mig um aðra þætti málsins en þann að Heimdellingarnir setja sig á móti því að styrkir til flokka verði gerðir opinberir; það má segja sitthvað um hinar tillögurnar, en þetta er algjört grundvallaratriði. Það er löngu, löngu, löngu […]