Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Færslur í flokknum 'kvabb'

Bíóbjánar

Jæja … bíómiðinn kominn upp í 900 kall. Og auðvitað er það sama verð alls staðar, eins og venjulega. Ég held að það séu bara þrjár ‘blokkir’ sem reka kvikmyndahús hér á landi núorðið … og þær eru allar samtaka í verðlagningu. Sú verðlagning hækkar alltaf reglulega, en lækkar aldrei. Rökin sem eru gefin fyrir […]

Maður lifandi

Berið saman þetta og þetta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Microsoft hermir algjörlega eftir því sem einhver annar hefur gert í von um að stela sneið af markaðnum af viðkomandi, eða þá bara allri kökunni. Einfaldasta leiðin til að gera þetta finnst þeim auðvitað að kaupa fyrirtæki sem hefur framleitt það sem þeir […]

Snjór

Í dag er allt undirlagt af snjó í höfuðstaðnum. Því miður þurfti ég að ná í bílinn minn í dag eftir að hafa yfirgefið hann í gærkvöldi sökum ölvunar. Ekki tókst heimferðin betur en svo að ég festist í beygju inn á Miklubrautina, og var ég alls ekki einn um það. Þessi beygja var orðin […]

Skoðun

Ég fór með bílinn í skoðun í dag, og hann var ekki alveg fyllilega í lagi, greyið. Það helsta sem var að honum var að stykki hafði brotnað undan hægra framhjólinu, líklega við það að ég keyrði honum einu sinni smá spöl á meðan dekkið þar var sprungið. Ástæða þess var sú að ég hafði […]

Asnalegt

Af hverju er það þannig að þegar einhver talar í gegnum kallkerfi verslunar, þá byrjar viðkomandi alltaf á því að segja „Viðskiptavinir athugið,“ eða „Viðskiptavinir takið eftir,“ jafnvel þó að síðan komi einhver skilaboð sem er beint til eins nafngreinds einstaklings? Hvað koma slík skilaboð öllum viðskiptavinum við?

Gömul bílnúmer

Mér finnst einstaklega bjánalegt þegar fólk notar einkabílnúmer til að fá sér eldgamla númerið sem það var einu sinni með. Þetta er alveg einstaklega mikil sóun á peningum. Og af hverju eru það svo oftast leigubílstjórar sem gera þetta?

Ljóta Google

Er einhver með haldbæra skýringu á því af hverju þetta er sú síða sem birtist fyrst þegar maður leitar að ‘Þarfagreinir’ á google?