Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Færslur í flokknum 'algrímur'

Ugh

Algrímur hefur ekkert sést síðan á miðvikudaginn. Alltaf eitthvað vesen á þessum köttum.

Aukakisi

Þegar ég kom heim í gærkvöldi sá ég kött í bakgarðinum, rétt fyrir framan bakdyrnar hjá mér. Hann sat bara og vældi hátt og ámátlega. Ég hugaði að honum og sá að hann var grindhoraður og þvældur. Hann var algjörlega ómerktur; meira að segja ekki með neitt innan í eyrunum. Ég ákvað því að taka […]

Af skurðarmálum

Uss – nú hef ég ekkert skrifað hér heillengi. Best að bæta úr því. Ég fór með Algrím í dag til að láta taka úr honum saumana. Þetta var dálítil þrautarganga. Þegar hann var fyrst saumaður fékk hann svona skerm um hausinn, svo hann væri ekki að narta í sauminn, en hann náði að hrista […]

Sár

Algrímur hefur verið höltrandi á einum fætinum undanfarið. Reyndar hefur þetta verið að lagast undanfarna daga – en ég komst að því í dag hvað veldur þessu. Það er frekar stórt sár á innanverðu lærinu. Hann er á leiðinni til dýralæknis á morgun og engar refjar.

Hah

Algrímur velur ekki Whiskas. Hann velur frekar eitthvað annað ef tvennt er sett fyrir framan hann.

Urr

Fyrr í nótt var ég inni í eldhúsi og heyrði í Algrími væla fyrir utan. Ég leit út og sá hann á vappi fyrir neðan og ákvað að fara niður og hleypa honum inn, enda kunni ég ekki við að hafa hann nálægt þessari miklu umferðargötu sem ég bý við. Þegar ég kom út sást […]

Fundinn!

Algrímur er kominn aftur í hús. Ég heyrði í honum mjálma fyrir utan í gærnótt og stökk út, en hann var hvergi sjáanlegur. Fljótlega uppgötvaði ég að hann var inni í bílskúrnum sem er við hliðina á blokkinni. Ég náði honum þaðan út (löng saga), og hann var að vonum mjög glaður að komast heim. […]

Sjaldan er ein báran stök

Amma var að deyja … og Algrímur hefur ekki sést síðan á laugardaginn. Ekki alveg skemmtilegasta tímabil ævi minnar.

Engin ól

Þegar Algrímur kom inn í gærkvöldi var ólin horfin. Svakalega hefur honum verið illa við hana … Þetta þýðir að hann fer ekkert út þar til hann fær nýja.

Ól

Algrímur fékk ól í dag. Það rann upp fyrir mér að það er betra að hafa slíkt á köttum sem skreppa stundum út. Reyndar fór hann síðan ekkert út í dag. Hvílíkt vanþakklæti.