Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Færslur í flokknum 'algrímur'

Tré

Algrímur hefur verið að skreppa aðeins út við og við. Enn sem komið er vappar hann bara í garðinum og er ekki lengi úti í einu. Í gær var hann úti þegar ég heyrði hrikalegt hvæs. Ég stökk út og sá fyrst annan kött þarna á vappi í garðinum. Svo heyrði ég Algrím væla einhvers […]

Út fór hann

Ég lét til leiðast og hleypti Algrími út í bakgarðinn í smá stund í gærkvöldi. Ég held að hann hafi verið ánægður með að komast út, en hann var að vonum einstaklega varkár svona í fyrsta skiptið, og fór alls ekki langt frá húsinu. Hann var úti í ekki meira en hálftíma áður en hann […]

Brot

Algrímur braut kaffipressuna. Kannski þetta sé hans leið til að segja mér að ég eigi ekki að bjóða syndinni í kaffi.

Út vil ek!

Ég setti Algrím upp á gluggasylluna frammi á gangi, og fyrr en varði var hann kominn upp í gluggann og var á leið út um hann. Það hefði ekki verið sérstaklega sniðugt í ljósi þess að ég er á þriðju hæð, en hann var mjög ólmur í komast í gegn; ég þurfti að toga hann […]

Il Castrati

Algrímur fór í geldingu í gær. Eins og venja er var hann einstaklega máttlaus allan gærdaginn, en í morgun var hann orðinn vel sprækur. Anna tók þó eftir því að hann kom ekki skokkandi til að taka á móti henni þegar hún fór framúr, og hann virðist dálítið afundinn. Auðvitað kemur það betur í ljós […]

Slimcat

Algrímur er allt í einu orðinn miklu léttari. Hann var einhverra hluta vegna orðinn ansi mikill um sig, og eins og Furða benti á þá var hann það massífur að hann var ekki einu sinni með háls. Núna er hann hins vegar það léttur að ég finn hann ekki einu sinni síga í þegar hann […]

Innikisi

Algrímur hefur hingað til ekki sýnt því einn einasta áhuga að fara út. Hann fer reyndar stundum út á svalir í gegnum gluggann ef hann er opinn, og út á stigagang ef dyrnar opnast, en að öðru leyti virðist hann einstaklega heimakær. Hann hefur aldrei farið lengra niður stigaganginn en tvær hæðir. Þetta er ágætt, […]

Klór

Algrímur er óvenjugjarn á að klóra þessa dagana. Auðvitað er þetta allt bara leikur fyrir honum, en ég hef nokkrum sinnum æpt upp yfir mig þegar ég hef verið að leika við hann og hann hefur farið ómjúkum loppum um hendina á mér. Ég æpti þó ekki þegar hann danglaði í nefið á mér fyrr […]

Átvagl

Ég var að borða kjúkling áðan og gaf Algrími einn væng. Hann var ekki lengi að gleypa hann allan og bryðja beinin líka. Það heyrist alveg gríðarhátt hljóð þegar hann muldi beinin í skoltinum. Svakaleg gleypimaskína er þetta.

Tímamót

Fagnaðartilefni! Algrímur fær að sofa í rúminu mínu á nóttunni núna, þar sem hann er alveg hættur að míga í það. Sko hann.