Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Færslur í flokknum 'pælingar'

Af hákörlum

Þessi pistill um nauðganir og það sem mætti kalla nauðganamenningu hefur vakið töluverða athygli og farið víða um netheima. Það er fyllilega eðlilegt í ljósi þess að þarna er stungið á ákveðnum kýlum sem því miður er ekki nógu oft stungið á. Höfundur pistilsins sýnir mikið hugrekki með því að opna sig með þessum hætti […]

Sjálfsskoðun – leiðin til þroska

Öll búum við yfir hæfileika sem kalla má innsæi. Þetta er getan til þess að finna á sér hvaða hlutir eru sannir og merkingarríkir. Þessihæfileiki er kominn frá hinum innsta kjarna okkar, sem veit mun meira um heiminn en við vitum meðvitað sjálf – ekki síst um andlegar víddir hans. Lög andans eru rituð í […]

Ósannindi á vefi Björgólfs Thors

Líklegast hefur það ekki farið framhjá mörgum að Björgólfur Thor Björgólfsson hleypti nýverið af stokkunum vefsíðu þar sem hann leitast við að útskýra viðskiptaferil sinn hérlendis út frá sinni eigin hlið. Strax frá upphafi var ljóst að þetta framtak væri tvíeggjað sverð, og að halda yrði mjög fimlega á því sverði til að það yrði […]

Kjarni málsins

Það er alltaf jafn grátbroslegt að sjá sannanir þess hvað umræðan hér á Íslandi vill snúast um mikil aukaatriði, frekar en kjarna hvers máls. Í fyrradag barst okkur frétt um yfirheyrslur hollenskrar rannsóknarnefndar yfir fyrrum framkvæmdastjóra eftirlitsdeildar Seðlabanka Hollands. Haft var eftir honum að í hvert sinn sem seðlabankinn hollenski hafi viðrað efasemdir um Icesave […]

Bílhræ

Á leið minni til vinnu í morgun keyrði ég framhjá illa förnum og yfirgefnum bíl sem stóð úti í vegkanti, nánar til tekið undir brú. Hann hafði væntanlega lent í árekstri og verið skilinn eftir í kjölfarið. Þessi sjón minnti hinn tiltölulega nývaknaða mig á senu úr ‘post-apocalyptic’ vísindaskáldskap; einhvers konar ámátlegar leifar af horfinni […]

Spurning

Kæri lesandi, Hvað er því til fyrirstöðu að besta augnablik lífs þíns sé nákvæmlega núna?

Lag dagsins

Áhugaverðir tímar

Eins og margir ættu að kannast við þá er í kínversku til svohljóðandi bölvun: Megir þú lifa á áhugaverðum tímum. Það er fyrst núna sem maður gerir sér fulla grein fyrir því hversu skelfileg bölvun þetta er. Tímarnir núna eru nefnilega helst til of áhugaverðir.

Eftirsjá

Eftirsjá er eitt það versta sem til er – sérstaklega ef hún er réttmæt. Það er ekki hægt að breyta hinu liðna, og stundum hafa ákvarðanir manns miklu geigvænlegri áhrif en maður hafði ímyndað sér. Maður sem hefur ekki vanist því að vera ýkja merkilegur gerir sér ekki endilega grein fyrir því hvað hann getur […]

Af hverju …

eru vondu kallarnir í hasarmyndum Hollywoods langoftast útlendingar?