Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Færslur í flokknum 'pælingar'

Svindl?

Ég hafði lítið að gera í krankleika mínum í dag, þannig að ég horfði bara á myndina <i>The Great Global Warming Swindle</i>. Hún er vönduð, enda gerð af Breta og því ekki við öðru að búast. Þarna eru líka sett fram áhugaverð rök og rætt við fólk sem virðist vita hvað það er að tala […]

Mótmælandinn

Á leið minni til vinnu keyri ég alltaf framhjá höfuðstöðvum VÍS við Ármúla. Þar hef ég stundum undanfarið séð mann sitja á gangstéttinni andspænis húsinu með skilti. Ég hef aldrei séð almennilega á skiltin, en það sem ég hef séð virðist vera einhvers konar harðorð gagnrýni á VÍS. Í morgun varð mér hugsað til þess […]

Árangur

Nú er allt of langt um liðið síðan ég skrifaði eitthvað hér; best að gera eitthvað í því. Mig langaði að ræða slagorð Framsóknarflokksins fyrir þessar kosningar. Það hljóðar svo: Árangur áfram – ekkert stopp! Þetta er fínt slagorð og kemur skilaboðum flokksins á framfæri á hnitmiðan hátt. Þó finnst mér að flokkurinn hafi hér […]

Skoðanakannanir

… þykja mér pirrandi. Alltaf fyrir hverjar kosningar eru gerðar skoðanakannanir mjög svo reglulega. Umræðan snýst að mjög miklu leyti um viðbrögð talsmanna flokkanna við nýjustu tölunum. Mikið er spáð og spekulerað í þessum tölum og jafnvel skotið á flokka fyrir lélegt gengi í skoðanakönnunum. Allt er þetta á kostnað alvöru málefnalegrar umræðu. Mér finnst […]

PR mistök aldarinnar

N1 = Enone = Enron Þarf að segja meira?

Hugdetta

Í morgun þegar ég lá í bælinu milli svefns og vöku datt mér í hug besta nafn á hljómsveit í heimi: Prosaic Mosaic Munið að ég á einkarétt á þessu nafni … nei, reyndar ekki, en ef þið notið þetta þætti mér vænt um ef þið mynduð geta upprunans.

Strætó

Ég gleymdi því á mánudaginn að ég hafði skilið bílinn eftir um laugardagskvöldið og tók því strætó. Til þess notaði ég miða. Þegar keyptir eru slíkir miðar kostar hver ferð morð fjár; um 227 krónur. Tvær ferðir myndu því kosta um 454 krónur. Miðað við eyðsluna á minni litlu japönsku dollu geri ég ráð fyrir […]

Klám og fleira

Þá er ljóst að ekkert verður af ‘klámráðstefnunni’. Hér er skemmtileg greining á því hvernig fólk skiptist í hópa í afstöðu sinni í þessu öllu saman; hún varð mér tilefni til vangaveltna sem urðu loks að þessari bloggfærslu. Mér þótti ekki síst athyglisvert að sjá hvernig fólk virðist skiptast nánast undantekningalaust í tvo andstæða hópa […]

Samsæri?

Það getur verið gaman að velta sér upp úr samsæriskenningum – svo lengi sem maður gengur ekki of langt í því. Slíkt er ekki gott fyrir geðheilsuna. Að því sögðu þá sá ég um daginn á alnetinu ákveðnar staðreyndir sem mér þótti sérlega áhugaverðar. Þið munið kannski eftir því þegar Morgunblaðið birti nöfn og andlit […]

Góða Nótt

Ég myndi skrifa undir þetta ef um væri að ræða alvöru undirskriftasöfnun til að algjörlega losna við fyrirbærið Sylvíu Nótt, en ekki bjánalegt ‘PR-stunt’. Ég viðurkenni mjög fúslega að mér fannst hún hressandi og ansi fyndin í fyrstu, en nú er þetta einfaldlega löngu hætt að vera fyndið. Mér finnst að Ágústa ætti að gera […]