Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Færslur í flokknum 'daglegt líf'

Fimm mánuðir

Nú eru liðnir um fimm mánuðir síðan ég hætti alfarið að drekka og ég hef aldrei verið sáttari með nokkra ákvörðun. Þó vissulega sé hægt að gera margt heimskulegt og skaðlegt sjálfum sér og öðrum edrú er það mun auðveldara undir áhrifum – svo var allavega raunin hjá mér og ég finn mjög áþreifanlega fyrir […]

Bílhræ

Á leið minni til vinnu í morgun keyrði ég framhjá illa förnum og yfirgefnum bíl sem stóð úti í vegkanti, nánar til tekið undir brú. Hann hafði væntanlega lent í árekstri og verið skilinn eftir í kjölfarið. Þessi sjón minnti hinn tiltölulega nývaknaða mig á senu úr ‘post-apocalyptic’ vísindaskáldskap; einhvers konar ámátlegar leifar af horfinni […]

Vesturferð

Síðustu viku var ég á Vestfjörðum með föður mínum og bróður. Það eru æskustöðvar pabba, og þaðan hef ég góðar minningar. Það var gott að bæta við þann sarp. Veðrið var yndislegt allan tímann, og hæfði það félagsskapnum vel. Þá vitið þið ástæðuna fyrir því að ég var ekkert á gagnvarpinu allan þennan tíma. Annars […]

Vinstri fóturinn minn

… er illa farinn. Aðfaranótt laugardags steig ég feilspor í mannfjöldanum. Nú á ég erfitt með gang. Það er ekki tekið út með sældinni, þetta galeiðulíferni.

Ólympíuleikar

Fyrstu þrjá daga þessarar viku voru haldnir svonefndir Ólympíuleikar á vinnustaðnum mínum. Þeir náðu hámarki í gær, þar sem keppt var í (að mínu mati) skemmtilegustu greinunum. Má þar til að mynda nefna tvítafl, en í því keppa tveir á móti tveimur í hvert skipti – tvær skákir samhliða. Þeir sem eru saman í liði […]

Illt í veskinu

Ég tók bensín í dag hjá Atlantsolíu – 144 krónur lítrinn. Það hitti svo vel á að ég var orðinn tómur, einmitt þegar miklar hækkanir gengu í garð hjá nokkrum olíufélögum (upp í 150 krónur). Ef maður þekkir þetta rétt munu öll hin fyrr eða síðar fylgja í kjölfarið, og þá er nú betra að […]

Árslok

Þetta gengur auðvitað ekki. Hvílík fjárans leti. Annars er ekkert í fréttum nema að yfir jólin hef ég sofið og étið afskaplega mikið. Hef ég við hið fyrrnefnda notast við náttbuxur sem Anna gaf mér í jólagjöf (ásamt öðru reyndar). Ég hef aldrei notast við náttföt áður, en verð að segja að þetta venst vel. […]

Upprisa

Þið verðið að afsaka bloggletina; ég hef heldur ekki verið duglegur á Moggablogginu undanfarið, en þó duglegri þar en hér. Það er helst í fréttum að um helgina var ég dreginn með í svokallað ‘LAN’ úti á landi, með tveimur vinnufélögum og það sem reyndist vera gamla LAN-liðið úr FB. Það kom skemmtilega á óvart […]

Bless snjór

Þá er snjórinn farinn. Hann entist ekki lengi. Hins vegar munu nagladekk þeirra sem slógust næstum því til að ná sér í slík hinn sama morgun og hvítt sást á jörðu væntanlega endast aðeins lengur.

Fjárinn

Ég skrifaði færslu á afmælisdaginn minn þar sem ég lýsti yfir því að þetta hefði verið mjög góður dagur; ég fékk morgunverð í rúmið og snæddi með fjölskyldunni á Asíu um kvöldið, og var því mjög saddur og sæll í dagslok. Anna gaf mér síðan frábærar gjafir; USB-minnislykil sem heitir Firefly, ásamt bókum. Þessi færsla […]