Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Færslur í flokknum 'daglegt líf'

Tilkynning

Anna er að flytja inn til mín. Það var orðið tímabært.

Kveðjustund

Anna fór með ‘boðflennuna’ til dýralæknis í dag. Ég er augljóslega ekki svo glöggur, þar sem þetta reyndist vera fress, og með eyrnamerkingu í þokkabót. Hægt var að rekja heimili hans til húss við mína götu. Anna hafði samband við eigandann, sem var að vonum feginn að heyra að greyið hafi fundist – enda hafði […]

Aukakisi

Þegar ég kom heim í gærkvöldi sá ég kött í bakgarðinum, rétt fyrir framan bakdyrnar hjá mér. Hann sat bara og vældi hátt og ámátlega. Ég hugaði að honum og sá að hann var grindhoraður og þvældur. Hann var algjörlega ómerktur; meira að segja ekki með neitt innan í eyrunum. Ég ákvað því að taka […]

Ættarmót

Nú er skammarlega langt liðið frá því að ég henti hingað inn línum, en ég á mér afsökun. Ég var nefnilega netlaus í nokkra daga, sökum þess að ég skrap til Vestfjarða á ættarmót. Anna og foreldrarnir veittu mér félagsskap, og við gistum í því sem er líklega minnsta húsið í Hnífsdal. Ættarmótið sjálft fór […]

Sjaldan er ein báran stök

Amma var að deyja … og Algrímur hefur ekki sést síðan á laugardaginn. Ekki alveg skemmtilegasta tímabil ævi minnar.

Gleði

Ég sagði frá því hér í síðasta mánuði að debetkortinu mínu var stolið, og færslur gerðar með því. Þetta reyndust vera um 20.000 krónur alls. Sem betur fer hef ég fengið þetta endurgreitt, en hef ekkert frétt af því hvort hendur hafi verið hafðar í hári ódámsins sem vílaði ekki fyrir sér að nota kortið […]

Hádegisverður

Um daginn snæddi ég hádegismat ásamt bróður mínum og æskuvini okkar. Reyndar höfum við bræðurnir ekki verið mikið í sambandi við manninn alllengi, en vonandi markaði þessi hádegisverður breytingu þar á. Alla vega var þetta mjög skemmtilegur hádegisverður. Þarna voru meðal annars rifjuð upp samskipti okkar bræðranna við eldri bróður þessa æskuvinar okkar, sem var […]

Stuldur

Ég uppgötvaði í gær að debetkortið mitt var horfið. Síðan sá ég í netbankanum að nokkrar úttektir voru gerðar af því í dag. Það súrasta er að þær eru allar í verslunum og matbúllum nálægt heimili mínu. Kannski er þetta nágranni sem hefur komist yfir kortið …

Árshátíð

Ég fór á árshátíð í gærkvöldi. Langstærstu árshátíð sem ég hef farið á, held ég að óhætt sé að segja. Hún var einstaklega vel heppnuð í alla staði, og svo sátum við Anna meira að segja á borði með pólitíkus. Annar pólitíkus skallaði síðan Önnu í hnakkann síðar um kvöldið á dansgólfinu – sú er […]

Ný þvottavél!

Já, ég keypti nýja þvottavél! Hún er mjög flott; með tölvuskjá og allt. Svo er hægt að setja tímastilli á hana og allt.  Einnig er það mjög mikill kostur að vatnsleiðslan sem fylgdi með henni smellpassar á vatnskranann. Sá sem ég notaði fyrir gömlu þvottavélina passaði nefnilega ekki alveg, þannig að ég þurfti að vefja […]