Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Færslur í október 2006

Skoðun

Ég fór með bílinn í skoðun í dag, og hann var ekki alveg fyllilega í lagi, greyið. Það helsta sem var að honum var að stykki hafði brotnað undan hægra framhjólinu, líklega við það að ég keyrði honum einu sinni smá spöl á meðan dekkið þar var sprungið. Ástæða þess var sú að ég hafði […]

Viðtal

Ég fer í mitt fyrsta atvinnuviðtal í um það bil tvö ár á morgun. Þetta er frekar spennandi allt saman. Um er að ræða stórt, þekkt, og gamalt fyrirtæki í bransanum. Það gæti verið áhugavert að prófa að vinna í slíku umhverfi, svo lengi sem því er vel stjórnað. Eitt það versta sem til er, […]

Asnalegt

Af hverju er það þannig að þegar einhver talar í gegnum kallkerfi verslunar, þá byrjar viðkomandi alltaf á því að segja „Viðskiptavinir athugið,“ eða „Viðskiptavinir takið eftir,“ jafnvel þó að síðan komi einhver skilaboð sem er beint til eins nafngreinds einstaklings? Hvað koma slík skilaboð öllum viðskiptavinum við?

Gott að vita …

að reykskynjarinn virkar.

Dularfullt

Í morgun vaknaði ég við það að mér heyrðist í svefnslitrunum að farsíminn minn væri að hringja einhvers staðar í íbúðinni. Ég vaknaði, og heyrði þá hann ekki lengur hringja, en fann hann ekki inni í svefnherbergi. Ég skrapp því inni í stofu, þar sem ég fann símann. Hins vegar bar hann þess engin merki […]

Úbbs

Ég var að fikta áðan og skemmdi ‘stylesheetið’ fyrir þessa bloggsíðu allillilega. Því miður var ég ekki með afrit af því, þannig að ég þurfti að skrifa sitthvað upp á nýtt. Það var þó ekkert svakalega mikið, sem betur fer. Ég notaði tækifærið og endurbætti athugasemdagluggann. Ég held að notendaupplýsingar sem fólk setti þar inn […]

Gömul bílnúmer

Mér finnst einstaklega bjánalegt þegar fólk notar einkabílnúmer til að fá sér eldgamla númerið sem það var einu sinni með. Þetta er alveg einstaklega mikil sóun á peningum. Og af hverju eru það svo oftast leigubílstjórar sem gera þetta?

Sundkisinn

Algrímur fylgir mér venjulega eftir eins og skugginn þegar ég er heima. Þess vegna verður hann pirraður þegar ég fer í sturtu, því að þá verður hann að húka hjá sturtunni og bíða þess að ég ljúki mér af. Annað tilhlökkunarefni fyrir hann er að þegar sturtunni lýkur verður eftir smá vatn í baðkarinu sem […]

Ljóta Google

Er einhver með haldbæra skýringu á því af hverju þetta er sú síða sem birtist fyrst þegar maður leitar að ‘Þarfagreinir’ á google?

Fyrsti póstur

Ég fékk mér nýtt lén í dag, og kann ég Gvendi skrýtna góðar þakkir fyrir að hafa bent mér á góðan hýsingarkost. Það er auðvitað bráðnauðsynlegt fyrir alla sanna njerði að hafa sitt eigið lén. Hér get ég líka gert ýmislegt, eins og að fikta í PHP og MySQL. Mjög gaman. Það versta er þó […]