Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Færslur í nóvember 2006

Heimdellingar og fjármálin

Gat nú verið að Heimdellingar væru á móti tillögum um fjármál stjórnmálaflokka. Ég ætla ekki að tjá mig um aðra þætti málsins en þann að Heimdellingarnir setja sig á móti því að styrkir til flokka verði gerðir opinberir; það má segja sitthvað um hinar tillögurnar, en þetta er algjört grundvallaratriði. Það er löngu, löngu, löngu […]

Bíóbjánar

Jæja … bíómiðinn kominn upp í 900 kall. Og auðvitað er það sama verð alls staðar, eins og venjulega. Ég held að það séu bara þrjár ‘blokkir’ sem reka kvikmyndahús hér á landi núorðið … og þær eru allar samtaka í verðlagningu. Sú verðlagning hækkar alltaf reglulega, en lækkar aldrei. Rökin sem eru gefin fyrir […]

Blóð

Ég fór í heimsókn í blóðbíl áðan þar sem tekið var sýni af dreyranum mínum. Ef allt fer að óskum mun ég geta gefið af honum í alvöru eftir hálfan mánuð eða svo. Það ætti að vera ágætisjólagjöf. P.S. Blóðþrýstingurinn minn er 134/75 og púlsinn er 89. Er það eðlilegt?

Baggapó

Hljómsveitin Kóbalt, hverja ég er víst rótari fyrir, hefur gefið út á alnetinu lagið Baggapó, sem fjallar um Baggalút og Gestapó. Hljómsveit þessa skipa Anna Panna, Ívar Sívertsen, og Galdrameistarinn. Texti lagsins er eftir Skarpmon Skrumfjörð. Bangsímon kom eitthvað að hljóðvinnslunni, en maður sem ber einungis raunheimanafnið Hálfdán Haraldsson sá aðallega um hljóðblöndunina ásamt Galdrameistaranum. […]

Mistök

Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og sjálfstæðisbáráttufrömuðarnafni, viðurkennir loksins að það hafi kannski ekki verið alveg rétt ákvörðun að styðja Kanana í árás þeirra á Írak. Ég fagna þessari yfirlýsingu hans, þó að mér finnist að hann hefði átt að segja þetta um leið og hann tók við sæti formanns Framsóknarflokksins. Það er lítil dirfska […]

Maður lifandi

Berið saman þetta og þetta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Microsoft hermir algjörlega eftir því sem einhver annar hefur gert í von um að stela sneið af markaðnum af viðkomandi, eða þá bara allri kökunni. Einfaldasta leiðin til að gera þetta finnst þeim auðvitað að kaupa fyrirtæki sem hefur framleitt það sem þeir […]

Tímamót

Fagnaðartilefni! Algrímur fær að sofa í rúminu mínu á nóttunni núna, þar sem hann er alveg hættur að míga í það. Sko hann.

OpenOffice

Ég heyri oft af fólki sem er að bisa við að reyna að ná í Office-pakkann frá Microsoft með einhverjum ólöglegum leiðum, sem er svo sem vel skiljanlegt þar sem þetta er rándýr fjári. Oftast er þetta auðvitað bara svo að fólk geti fengið Word til að geta skrifað ritgerðir í einhverju skárra en draslinu […]

Uss

Ég var að frétta að Kántrísveit Baggalúts kom fram á síðustu árshátíð fyrirtækisins sem ég vinn núna hjá. Ég hefði betur hafið störf hér fyrr … en svo má auðvitað alltaf vona að sveitin endurtaki leikinn næst.

Snjór

Í dag er allt undirlagt af snjó í höfuðstaðnum. Því miður þurfti ég að ná í bílinn minn í dag eftir að hafa yfirgefið hann í gærkvöldi sökum ölvunar. Ekki tókst heimferðin betur en svo að ég festist í beygju inn á Miklubrautina, og var ég alls ekki einn um það. Þessi beygja var orðin […]