Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Færslur í desember 2006

Saddam slátrað

Þá er einræðisherrann gamli farinn. Hann var látinn hanga. Þetta kemur ekki beinlínis á óvart, né heldur viðbrögð Búsksins, sem fagnar þessum merka áfanga á leið Íraka til lýðræðis. Áhugaverðar túlkanir á hugtökum hjá honum alltaf hreint. Dauðarefsingar virðast í hans grautarhausi vera nátengdar lýðræði. Annars hef ég svo sem ekki mikið um þetta mál […]

Hinn Gumminn

Í gærkvöldi rambaði ég alveg óvart á Omega þegar ég var að horfa á imbann. Þar voru saman komnir tveir gamalgrónir kappar, þeir Guðmundur Örn Ragnarsson og Ólafur Jóhannsson. Með sér höfðu þeir ungan mann að nafni Sigurður, sem ég hef ekki séð þarna áður og hvers föðurnafn ég heyrði ekki. Sá hafði verið langt […]

Jóladagur

Jólin hafa verið mjög fín hingað til, eins og við var að búast. Ég fékk ýmsar góðar gjafir og hef étið vel. Í dag fór ég í mat hjá frændfólki mínu uppi í sveit. Á leiðinni heim keyrði systir mín bílnum mínum, og var það í fyrsta sinn sem ég sat í bíl með hana […]

Aðfangadagur

Það er alls ekki amalegt að vera vakinn með eggjum og beikoni í rúmið. Ég mæli með því. Restin af deginum held ég að verði alls ekki síðri; aðfangadagur er einn af mínum uppáhaldsdögum. Það er svo gaman að snæða góðan mat með fjölskyldunni og taka síðan upp pakkana saman. Gleðileg jól!

Blóð II

Blóð mitt reyndist boðlegt, þannig að ég fór í gær og lét pumpa dálitlu af því úr mér. Ég var fyrirfram dálítið kvíðinn yfir því að ég yrði dasaður á eftir, en þetta reyndist afskaplega auðvelt mál. Ég varð þó þreyttur frekar snemma um kvöldið, sem er nokkuð sem gerist sjaldan, þannig að ég tel […]

Gummi

Í gær fékk ég veður af því hjá Galdrameistaranum að liðinn Kompásþáttur hafi verið allsvaðalegur; þar væri fjallað um mjög alvarlegar ásakanir á hendur Guðmundi Jónssyni, forstöðumanni Byrgisins. Ég leitaði því þáttinn uppi á alnetinu og horfði á þann hluta hans sem lýtur að þessu máli. Þetta var ansi truflandi allt saman, sérstaklega myndsímamyndskeiðið þar […]

Klór

Algrímur er óvenjugjarn á að klóra þessa dagana. Auðvitað er þetta allt bara leikur fyrir honum, en ég hef nokkrum sinnum æpt upp yfir mig þegar ég hef verið að leika við hann og hann hefur farið ómjúkum loppum um hendina á mér. Ég æpti þó ekki þegar hann danglaði í nefið á mér fyrr […]

Dúndurfréttir

Ég fór á tónleika með betri helmingnum í gær. Þar flutti hljómsveitin Dúndurfréttir nokkur lög Pink Floyd í um það bil tvo klukkutíma. Þetta voru fantagóðir tónleikar; spilagleði þeirra félaga er gríðarleg, og ekki er tæknileg færni þeirra síðri. Þeir hafa stundað þetta lengi og hafa augljóslega slípað settið sitt í klessu. Gaman var að […]

Gott að vita

How evil are you? Ég fæ því væntanlega ekki neinar kartöflur í skóinn þetta árið.

Jólagjafir

Jæja, ætli ég þurfi ekki að fara að huga að því að kaupa jólagjafir bráðum? Í fyrra var mjög einfalt að kaupa gjafir – ég fór í vinnuferð til Skotlands rétt fyrir jólin með viðkomu í London á leiðinni til baka, þar sem ég hafði nægan tíma til að spreða aurum á Oxford Street. Ég […]