Skip to: Site menu | Main content

Þarfagreinir

Færslur í desember 2006

Betl

Íslenskir pólitíkusar fara nú betlandi eftir ölmusum þar sem Kanarnir eru ekki lengur hér til að ‘halda uppi vörnum’. Ég verð að segja að mér þykir það ansi mikil hræsni að við Íslendingar skulum í sífellu hreykja okkur af því að við erum herlaus þjóð, en síðan virðast stjórnvöld ekki geta treyst sér til annars […]

Jólakók

Ég sá jólalest Kóka Kóla renna framhjá húsinu áðan – í lögreglufylgd. Á lögreglan ekki frekar að vera að bösta einhverja lögbrjóta í stað þess að vernda einhverja kóklest gegn tilvistarlausum hættum? Auðvitað var líka afskaplega mikill hávaði af þessu. Þar að auki minnir þessi bílalest mig alltaf á ömurlega lagið sem er í auglýsingunni […]

Dómsdagsmælirinn

Ég rakst á afskaplega hentugt tól á gagnvarpinu áðan. Allt er nú til, segi ég bara.

Hvalveiðarnar

Ég held að þetta sé bara byrjunin á vandræðunum sem hvalveiðar Íslendinga eiga eftir að hafa í för með sér. Það er alveg sama hversu asnaleg mönnum þykir afstaða útlendinga til hvalveiða og hversu þrjóskan í því að hundsa hana er mikil; hvalveiðar borga sig einfaldlega ekki á heildina litið. Svo einfalt er það. Stundum […]

Unsuggester

Í gær var bent á þetta á slashdot. Meðal þeirra niðurstaðna sem ég hef komist að með hjálp þessa tækis eru: – Bækur um kristni eru ekki fyrir mig. – Ég hefði líklega ekki gaman af Alkemistanum. – Ólíklegt er að ‘Kvennabókmenntir’ á borð við Bridget Jones, The sisterhood of the traveling pants, og Divine […]

IKEA

IKEA er fínt. Þar er ágætis matur og ekki síðra kaffi. Eini gallinn er að maður þarf að bíða í svona hálftíma í bílaröð til að komast þangað ef maður fer um helgi …

Átvagl

Ég var að borða kjúkling áðan og gaf Algrími einn væng. Hann var ekki lengi að gleypa hann allan og bryðja beinin líka. Það heyrist alveg gríðarhátt hljóð þegar hann muldi beinin í skoltinum. Svakaleg gleypimaskína er þetta.